Þrír blaðamenn Liverpool Echo gefa Gylfa einkunn fyrir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Bournemouth á Goodison Park. Framtíð hans hjá félaginu er í uppnámi samkvæmt fréttum frá Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira