„Ólýsanleg tilfinning“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2020 16:15 Daníel, Samúel, Mario, Kjartan og Kristján eru saman í þungarokksveitinni Cult of Lilith. „Við erum hrikalega ánægðir að ná að landa samningi hjá Metal Blade. Þetta er náttúrulega einn stærsti útgefandi þungarokks í heiminum í dag og að vera á mála hjá sama útgefanda og mörg af okkar uppáhalds hljómsveitum er ólýsanleg tilfinning,“ segir Samúel Örn Böðvarsson bassaleikari þungarokksveitarinnar Cult of Lilith sem hefur skrifað undir alþjóðlegan plötusamning við bandaríska útgáfurisann Metal Blade Records. „Við erum ótrúlega stoltir af þessari plötu og getum ekki beðið eftir að leyfa fólki að heyra.” Sveitin var stofnuð árið 2015 og dregur innblástur sinn frá ýmsum áttum. Sveitin hefur getið sér gott orð í íslensku þungarokki og gaf út smáskífuna Arkanum árið 2016 sem fékk lof gagnrýnenda. Tónlist sveitarinnar blandar saman framsæknu dauðarokki við klassíska tónlist sem og barokki og flamenco. Hljómsveitin hefur deilt sviði með öllum helstu þungarokksveitum landsins og hitaði meðal annars upp fyrir þýsku öfgarokksveitina Defeated Sanity árið 2017. Cult of Lilith hóf upptökur á sinni fyrstu breiðskífu í lok árs 2018 og lauk upptökum hennar í byrjun árs 2019. Um hljóðblöndun sá Dave Otero hjá Flatline Audio í Denver, Colorado en hann hefur séð um hljóðblöndun fyrir bönd eins og Cattle Decapitation og Archspire sem aðdáendur öfgarokks ættu að kannast vel við. Áætlað er að platan komi út seinna á árinu. Sveitina skipar þá: Daníel Þór Hannesson – Gítar Kristján Jóhann Júlíusson – Gítar Samúel Örn Böðvarsson – Bassi Kjartan Harðarson – Trommur Mario Infantes Ávalos – Söngur Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
„Við erum hrikalega ánægðir að ná að landa samningi hjá Metal Blade. Þetta er náttúrulega einn stærsti útgefandi þungarokks í heiminum í dag og að vera á mála hjá sama útgefanda og mörg af okkar uppáhalds hljómsveitum er ólýsanleg tilfinning,“ segir Samúel Örn Böðvarsson bassaleikari þungarokksveitarinnar Cult of Lilith sem hefur skrifað undir alþjóðlegan plötusamning við bandaríska útgáfurisann Metal Blade Records. „Við erum ótrúlega stoltir af þessari plötu og getum ekki beðið eftir að leyfa fólki að heyra.” Sveitin var stofnuð árið 2015 og dregur innblástur sinn frá ýmsum áttum. Sveitin hefur getið sér gott orð í íslensku þungarokki og gaf út smáskífuna Arkanum árið 2016 sem fékk lof gagnrýnenda. Tónlist sveitarinnar blandar saman framsæknu dauðarokki við klassíska tónlist sem og barokki og flamenco. Hljómsveitin hefur deilt sviði með öllum helstu þungarokksveitum landsins og hitaði meðal annars upp fyrir þýsku öfgarokksveitina Defeated Sanity árið 2017. Cult of Lilith hóf upptökur á sinni fyrstu breiðskífu í lok árs 2018 og lauk upptökum hennar í byrjun árs 2019. Um hljóðblöndun sá Dave Otero hjá Flatline Audio í Denver, Colorado en hann hefur séð um hljóðblöndun fyrir bönd eins og Cattle Decapitation og Archspire sem aðdáendur öfgarokks ættu að kannast vel við. Áætlað er að platan komi út seinna á árinu. Sveitina skipar þá: Daníel Þór Hannesson – Gítar Kristján Jóhann Júlíusson – Gítar Samúel Örn Böðvarsson – Bassi Kjartan Harðarson – Trommur Mario Infantes Ávalos – Söngur
Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira