Lífið

Helstu trix Jóa Fel við grillið

Stefán Árni Pálsson skrifar
sfhdfsh

Jói Fel var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun og fór yfir það hvernig maður grillar hinn fullkomna borgara, rib eye steik og lambalæri. Fínt að fara yfir málin fyrir sumardaginn fyrsta sem er á morgun.

„Ef þú setur lambalærið í álpappír ert þú eiginlega að sjóða kjötið og ert ekki að grilla það. Þú getur í raun sett álpappír utan um kjötið, sett það á 250 gráður inn í ofn og þá færðu það sama út úr því. Þú getur aftur á móti sett kjötið í álpappír og látið það malla á lágum hita í langan tíma. Síðan tekur þú kjötið úr álpappírnum og brennir það aðeins og færð grillbragðið,“ segir Jói Fel.

„Ég ætla sjálfur að vera með rib eye steik á sumardaginn fyrsta. Þeir sem eiga eftir að grilla rib eye steik eiga allt lífið eftir. Það er ekkert til betra en mjög feit rib eye steik á grillinu. Það er ekkert betra en feitt nauta og lambakjöt.“

Jói fer einnig yfir hvernig best er að grilla hamborgara.

„Þú grillar hamborgara í svona fjórar mínútur á hvorri hlið. Þú mátt aftur á móti ekki grilla borgara á fullum styrk allan tímann. Þú setur borgarann á, grillar hann aðeins, og lækkar síðan í grillinu til að leyfa borgaranum að eldast í smá tíma. Nautakjöt má aldrei vera á grilli á full blasti, því þá herpist það saman. Það sem ég geri er að ég er með mjög heitt grillið öðru megin og set borgarann fyrst þangað í smá stund, síðan færi ég borgarann yfir á kalda hlutann og leyfi honum að hægeldast í þessar 3-4 mínútur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.