Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2020 21:00 Verkið tekur ekki marga daga og á að vera lokið 25. apríl. Vísir/Jóhann K. Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar. Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar.
Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira