Tiger og Peyton gegn Brady og Mickelson í maí? Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 09:00 Frá viðureign félaganna þann 23. nóvember 2018. vísir/getty Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018. Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið. BREAKING: Tiger Woods, Phil Mickelson, Tom Brady and Peyton Manning golf match is ON. Will air live on TNT next month https://t.co/iK9N2RWL5Z— Darren Rovell (@darrenrovell) April 22, 2020 Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1. Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída. Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður. Golf NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018. Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið. BREAKING: Tiger Woods, Phil Mickelson, Tom Brady and Peyton Manning golf match is ON. Will air live on TNT next month https://t.co/iK9N2RWL5Z— Darren Rovell (@darrenrovell) April 22, 2020 Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1. Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída. Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður.
Golf NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira