Tiger og Peyton gegn Brady og Mickelson í maí? Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 09:00 Frá viðureign félaganna þann 23. nóvember 2018. vísir/getty Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018. Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið. BREAKING: Tiger Woods, Phil Mickelson, Tom Brady and Peyton Manning golf match is ON. Will air live on TNT next month https://t.co/iK9N2RWL5Z— Darren Rovell (@darrenrovell) April 22, 2020 Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1. Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída. Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður. Golf NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018. Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið. BREAKING: Tiger Woods, Phil Mickelson, Tom Brady and Peyton Manning golf match is ON. Will air live on TNT next month https://t.co/iK9N2RWL5Z— Darren Rovell (@darrenrovell) April 22, 2020 Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1. Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída. Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður.
Golf NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira