„Við ætlum ekki að vera Titanic“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 18:50 Ása Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Stjörnunnar. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Sjá meira
Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Sjá meira