Ástandið fer versnandi í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:19 Sjúkrahús eru að kikna undan álagi og útfarastofur sömuleiðis. AP/Silvia Izquierdo Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira