Þrekþjálfari dómaranna fylgist með púlsmæli þeirra í gegnum netið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 14:30 Pétgur Guðmundsson var kosinn besti dómari ársins í Pepsi Max deild karla. Hann dæmdi bikarúrslitaleikinn og er hér með aðstoðarmönnum sínum Birki Sigurðarsyni, (Pétur er annar frá vinstri), Ívari Orra Kristjánssyni og Gylfa Má Sigurðssyni. Vísir/Vilhelm Bestu dómarar Íslands láta ekki samkomubannið koma í veg fyrir það að þeir haldi sér í þjálfun, bæði líkamlega sem og í fræðunum. Þeir gera allir það sem þeir geta til að halda sér í sem bestu formi og vera tilbúnir í slaginn þegar hægt verður að hefja keppnistímabilið. Fyrsti leikur Pepsi Max deildar karla átti að fara fram 22. apríl næstkomandi en það er ljóst að deildin byrjar ekki þá. Samkomubann er nú út aprílmánuð og liðin gætu því fyrst farið að æfa í maí. Fyrstu leikir verða því ekki fyrr en í seinni hluta maí og það gæti dregist enn frekar batni ekki ástandið í baráttunni við útbreiðslu COVID-19 sjúkdóminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að landsdómararnir verði tilbúnir þegar mótið hefst og að það sé fylgst vel með þeim fjarþjálfun. Þrátt fyrir samkomubann gera íþróttamenn allt hvað þeir geta til að vera tilbúnir í slaginn þegar keppnistímabilið hefst. Knattspyrnudómarar eru þar engin undantekning. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson landsdómari deildi þessu skemmtilega æfingamyndbandi með okkur. #ÁframÍsland pic.twitter.com/yvfpGoHTen— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 2, 2020 „Landsdómarahópur KSÍ hefur t.a.m. æft vel í fjarþjálfun í samkomubanninu, hver í sínu lagi undir fjarstjórn Fannars Karvels þrekþjálfara og hópurinn er vel innstilltur inn á það að vera klár þegar boltinn fer að rúlla aftur. Allir dómararnir eru með púlsklukkur sem þrekþjálfari hefur aðgang að og getur séð hvernig hver og einn er að æfa,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Hópurinn heldur líka góðu sambandi í gegnum netið og í síðustu viku tók hópurinn próf í knattspyrnulögunum og í þessari viku var fjarfundur á netinu þar sem farið var yfir valdar klippur úr leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Bestu dómarar Íslands láta ekki samkomubannið koma í veg fyrir það að þeir haldi sér í þjálfun, bæði líkamlega sem og í fræðunum. Þeir gera allir það sem þeir geta til að halda sér í sem bestu formi og vera tilbúnir í slaginn þegar hægt verður að hefja keppnistímabilið. Fyrsti leikur Pepsi Max deildar karla átti að fara fram 22. apríl næstkomandi en það er ljóst að deildin byrjar ekki þá. Samkomubann er nú út aprílmánuð og liðin gætu því fyrst farið að æfa í maí. Fyrstu leikir verða því ekki fyrr en í seinni hluta maí og það gæti dregist enn frekar batni ekki ástandið í baráttunni við útbreiðslu COVID-19 sjúkdóminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að landsdómararnir verði tilbúnir þegar mótið hefst og að það sé fylgst vel með þeim fjarþjálfun. Þrátt fyrir samkomubann gera íþróttamenn allt hvað þeir geta til að vera tilbúnir í slaginn þegar keppnistímabilið hefst. Knattspyrnudómarar eru þar engin undantekning. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson landsdómari deildi þessu skemmtilega æfingamyndbandi með okkur. #ÁframÍsland pic.twitter.com/yvfpGoHTen— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 2, 2020 „Landsdómarahópur KSÍ hefur t.a.m. æft vel í fjarþjálfun í samkomubanninu, hver í sínu lagi undir fjarstjórn Fannars Karvels þrekþjálfara og hópurinn er vel innstilltur inn á það að vera klár þegar boltinn fer að rúlla aftur. Allir dómararnir eru með púlsklukkur sem þrekþjálfari hefur aðgang að og getur séð hvernig hver og einn er að æfa,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Hópurinn heldur líka góðu sambandi í gegnum netið og í síðustu viku tók hópurinn próf í knattspyrnulögunum og í þessari viku var fjarfundur á netinu þar sem farið var yfir valdar klippur úr leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira