Hné Hauks Heiðars skrýtnara en hnéð hjá Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:00 Haukur Heiðar Hauksson í leik með KA á móti FH í Pepsi Max deild karla í fyrra sumar. Haukur Heiðar spilaði 11 af 22 leikjum Akureyrarliðsins. Vísir/Bára Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira