ÍSÍ úthlutar 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar - Brugðist við vegna móta sem falla niður Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus Blöndal forseti ÍSÍ undirrita samning um að ÍSÍ sjái um úthlutun 450 milljóna króna frá ríkinu. MYND/ÍSÍ Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna faraldursins. Ljúka þurfti keppnistímabilum í innanhússíþróttum fyrr en ella vegna faraldursins, hætta þurfti við stór barnamót eins og Nettómótið í körfubolta, fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta og óvíst er að barnamót sumarsins geti verið með hefðbundnum hætti, svo dæmi séu tekin. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum um fjármagn. ÍSÍ ætlar svo að fylgjast náið með starfsemi íþróttafélaga og upplýsa Mennta- og menningarmálaráðuneytið með reglubundnum hætti um áhrif þeirra aðgerða sem ráðist verður í. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ og eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki. „Markmið stuðnings stjórnvalda er að draga úr afleiðingum COVID-19 á íþróttalíf í landinu og tryggja eins og kostur er að fjölbreytt íþróttaiðkun geti farið fram – það er okkur öllum mikilvægt, ekki síst út frá lýðheilsusjónarmiðum og forvarnargildi íþrótta. Viðmið um úthlutun þessarar styrkja mun taka mið af stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum og byggja á sjónarmiðum jafnræðis, kynjajafnréttis og gagnsæis. Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefnum sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Að auki verður til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar. Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44 Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Sjá meira
Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna faraldursins. Ljúka þurfti keppnistímabilum í innanhússíþróttum fyrr en ella vegna faraldursins, hætta þurfti við stór barnamót eins og Nettómótið í körfubolta, fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta og óvíst er að barnamót sumarsins geti verið með hefðbundnum hætti, svo dæmi séu tekin. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum um fjármagn. ÍSÍ ætlar svo að fylgjast náið með starfsemi íþróttafélaga og upplýsa Mennta- og menningarmálaráðuneytið með reglubundnum hætti um áhrif þeirra aðgerða sem ráðist verður í. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ og eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki. „Markmið stuðnings stjórnvalda er að draga úr afleiðingum COVID-19 á íþróttalíf í landinu og tryggja eins og kostur er að fjölbreytt íþróttaiðkun geti farið fram – það er okkur öllum mikilvægt, ekki síst út frá lýðheilsusjónarmiðum og forvarnargildi íþrótta. Viðmið um úthlutun þessarar styrkja mun taka mið af stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum og byggja á sjónarmiðum jafnræðis, kynjajafnréttis og gagnsæis. Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefnum sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Að auki verður til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar.
Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44 Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Sjá meira
Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44
Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03
Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44