Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Ragga Nagli skrifar 4. maí 2020 10:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni. Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni.
Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00
Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00