Því fleiri sem sækja appið því betra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:42 Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira