Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2020 06:30 Vanalega er pláss fyrir um tvö þúsund manns á Hömrum í Eyjafirði. Hamrar Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum landlæknis um hámarksfjölda á tjaldsvæðum. Hann segir lítið gagn vera í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið. Samkvæmt leiðbeiningum um sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum vegna Covid-19 verður fólki ekki leyfilegt að koma inn á tjaldsvæði séu þeir í sóttkví eða þá ef innan við fjórtán dagar séu frá útskrift eftir að viðkomandi hafi verið í einangrun. Sömuleiðis má fólk ekki koma inn á tjaldsvæði ef það er með einkenni líkt og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki eða niðurgang. Rekstraraðildar þurfa að þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými minnst tvisvar á dag og á tjaldsvæðum munu ekki fleiri en fimmtíu gestir vera þar hverju sinni nema hægt sé að skipta svæðinu upp hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir og tvö salerni fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Þá skulu fjórir metrar hið minnsta vera á milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, campera og húsbíla, þó að slíkt gildi ekki fyrir fjölskyldur og hópa þar sem mikið samneyti er á milli einstaklinga. Gæti tekið við tvö hundruð manns Tryggvi segist ekki alveg hafa vitað við hverju hann ætti von á varðandi leiðbeiningarnar um sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum. „Við áttum þó von á því að við gætum tekið fleiri en fimmtíu inn í hvert hólf. Við erum með tvö þúsund manna tjaldsvæði, en miðað við þær salernisaðstöður sem við höfum gætum við tekið tvö hundruð manns eins og reglurnar eru núna og ef ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafana.“ Hann segir þó hugsanlegt að skipta salernisaðstöðunum í helminga, hætta að vera með kynjaskipt salerni og þannig fjölda hólfum á tjaldsvæðinu. „Einnig væri hugsanlega hægt að bæta við salernum á öðrum stöðum. Með ítrustu skiptingu á salernum og flötum þá gætum við kannski tekið við fimm hundruð manns.“ Frá Akureyri.Vísir/Vilhelm Vonar að reglum verði breytt um næstu mánaðamót Tryggvi segist þó gera ráð fyrir að þessar reglur og leiðbeiningar muni breytast um næstu mánaðamót. „Ég held að það hljóti að vera. Við vonumst þá til að hámarksfjöldinn fari í að minnsta kosti hundrað. Það væri ansi mikil bót. Það er náttúrulega lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið.“ Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Tjaldsvæðið á Hömrum er opið allt árið, en ekki hafa verið neinir gestir þar síðan í byrjun apríl. „Við eigum von á að einhverjir gestir komi nú í maí, en Íslendingar, þeir byrja vanalega ekki að ferðast fyrr en í kringum 17. júní. Það verður kannski öðruvísi núna, það er aldrei að vita.“ Treystir á að gestir virði mörk og fari að reglum Tryggvi segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að rekstraraðilar tjaldsvæða tryggi að farið sé að reglunum í hvívetna. Nauðsynlegt sé að treysta á að gestir virði mörk og fari að reglunum. „Við erum með svo stórt svæði og ég get ekki haft mannskap í því að fylgja öllum og segja þeim hvar eða hvernig þeir eigi að tjalda. Það er enginn fjárhagslegur grunnur fyrir því. Þeir verða að finna út úr því sjálfir og við treystum á að gestir virði þessi mörk. Sömuleiðis að farið eftir reglum um að fólk í sóttkví eða að þeir sem hafi nýlega verið í einangrun komi ekki.“ Búa sig undir mikið tekjutap Fulltrúar Hamra sátu fund með fulltrúum Akureyrarbæjar á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. „Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og eins vel og hægt er. Maður er svona þokkalega bjartsýnn á að við náum að leysa þetta en við verðum að treysta á að fólk verði samvinnufúst.“ Hann segir að Hamrar séu að búa sig undir mikið tekjutap á þessu ári. „Bæði af því að við munum ekki geta tekið við eins mörgum og vilja koma og hins vegar að tekjurnar hafa verið að koma, allt upp í 45 prósent, frá erlendum gestum. Þeir verða náttúrulega miklu færri en hafa verið síðustu ár. Þetta verður því fjárhagslega erfitt ár. Við vonum bara að Íslendingar muni ferðast innanlands og þá að við getum haft pláss fyrir þá. Að við megum taka þá. Þetta snýst aðallega um það.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Akureyri Tjaldsvæði Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum landlæknis um hámarksfjölda á tjaldsvæðum. Hann segir lítið gagn vera í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið. Samkvæmt leiðbeiningum um sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum vegna Covid-19 verður fólki ekki leyfilegt að koma inn á tjaldsvæði séu þeir í sóttkví eða þá ef innan við fjórtán dagar séu frá útskrift eftir að viðkomandi hafi verið í einangrun. Sömuleiðis má fólk ekki koma inn á tjaldsvæði ef það er með einkenni líkt og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki eða niðurgang. Rekstraraðildar þurfa að þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými minnst tvisvar á dag og á tjaldsvæðum munu ekki fleiri en fimmtíu gestir vera þar hverju sinni nema hægt sé að skipta svæðinu upp hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir og tvö salerni fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Þá skulu fjórir metrar hið minnsta vera á milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, campera og húsbíla, þó að slíkt gildi ekki fyrir fjölskyldur og hópa þar sem mikið samneyti er á milli einstaklinga. Gæti tekið við tvö hundruð manns Tryggvi segist ekki alveg hafa vitað við hverju hann ætti von á varðandi leiðbeiningarnar um sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum. „Við áttum þó von á því að við gætum tekið fleiri en fimmtíu inn í hvert hólf. Við erum með tvö þúsund manna tjaldsvæði, en miðað við þær salernisaðstöður sem við höfum gætum við tekið tvö hundruð manns eins og reglurnar eru núna og ef ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafana.“ Hann segir þó hugsanlegt að skipta salernisaðstöðunum í helminga, hætta að vera með kynjaskipt salerni og þannig fjölda hólfum á tjaldsvæðinu. „Einnig væri hugsanlega hægt að bæta við salernum á öðrum stöðum. Með ítrustu skiptingu á salernum og flötum þá gætum við kannski tekið við fimm hundruð manns.“ Frá Akureyri.Vísir/Vilhelm Vonar að reglum verði breytt um næstu mánaðamót Tryggvi segist þó gera ráð fyrir að þessar reglur og leiðbeiningar muni breytast um næstu mánaðamót. „Ég held að það hljóti að vera. Við vonumst þá til að hámarksfjöldinn fari í að minnsta kosti hundrað. Það væri ansi mikil bót. Það er náttúrulega lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið.“ Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Tjaldsvæðið á Hömrum er opið allt árið, en ekki hafa verið neinir gestir þar síðan í byrjun apríl. „Við eigum von á að einhverjir gestir komi nú í maí, en Íslendingar, þeir byrja vanalega ekki að ferðast fyrr en í kringum 17. júní. Það verður kannski öðruvísi núna, það er aldrei að vita.“ Treystir á að gestir virði mörk og fari að reglum Tryggvi segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að rekstraraðilar tjaldsvæða tryggi að farið sé að reglunum í hvívetna. Nauðsynlegt sé að treysta á að gestir virði mörk og fari að reglunum. „Við erum með svo stórt svæði og ég get ekki haft mannskap í því að fylgja öllum og segja þeim hvar eða hvernig þeir eigi að tjalda. Það er enginn fjárhagslegur grunnur fyrir því. Þeir verða að finna út úr því sjálfir og við treystum á að gestir virði þessi mörk. Sömuleiðis að farið eftir reglum um að fólk í sóttkví eða að þeir sem hafi nýlega verið í einangrun komi ekki.“ Búa sig undir mikið tekjutap Fulltrúar Hamra sátu fund með fulltrúum Akureyrarbæjar á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. „Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og eins vel og hægt er. Maður er svona þokkalega bjartsýnn á að við náum að leysa þetta en við verðum að treysta á að fólk verði samvinnufúst.“ Hann segir að Hamrar séu að búa sig undir mikið tekjutap á þessu ári. „Bæði af því að við munum ekki geta tekið við eins mörgum og vilja koma og hins vegar að tekjurnar hafa verið að koma, allt upp í 45 prósent, frá erlendum gestum. Þeir verða náttúrulega miklu færri en hafa verið síðustu ár. Þetta verður því fjárhagslega erfitt ár. Við vonum bara að Íslendingar muni ferðast innanlands og þá að við getum haft pláss fyrir þá. Að við megum taka þá. Þetta snýst aðallega um það.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Akureyri Tjaldsvæði Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira