Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 15:35 Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Vísir/Baldur Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Flugeldasala fór vel af stað í ár og var meiri en árin á undan hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. „Í heildina litið er einhver greinanleg aukning á flugeldasölu sem er mjög jákvætt og við þakklát fyrir enda hefur hún kannski heldur verið niður á við síðust tvö ár þannig þetta er bara ánægjulegt,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Megnið af sölunni voru flugeldar þó að sala á rótarskotum hafi komið sterk inn síðustu ár. Þrátt fyrir mikla sölu er nóg til fyrir þrettándann. Þór segir ýmislegt úrskýra aukningu í sölu á flugeldum. „Bæði vegna þess að eflaust eru fleiri á landinu. Það eru margir farnir að stunda það að vera erlendis yfir áramótin en það var ekki auðvelt núna þessi áramótin þannig mögulega er það hluti skýringarinnar en örugglega líka það að fólk ætlaði virkilega að kveðja þett ár og sjá til þess að það kæmi ekki aftur, sprengja það í burtu,“ sagði Þór. Björgunarsveitin var nokkuð oft kölluð úr á árinu vegna náttúruhamfara. Þór segir það þó ekki endilega skila sér í meiri sölu. „Stuðningur þjóðarinnar við okkar starf er alltaf mjög mikill og við erum ákaflega þakklát fyrir það. Ég held að árið í ár sé ekkert sérstaklega að valda því en hann er stöðugur og á meðan við stöndum okkur og stöndum undir merkjum þá styður þjóðin við okkur.“ Áramót Flugeldar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Flugeldasala fór vel af stað í ár og var meiri en árin á undan hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. „Í heildina litið er einhver greinanleg aukning á flugeldasölu sem er mjög jákvætt og við þakklát fyrir enda hefur hún kannski heldur verið niður á við síðust tvö ár þannig þetta er bara ánægjulegt,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Megnið af sölunni voru flugeldar þó að sala á rótarskotum hafi komið sterk inn síðustu ár. Þrátt fyrir mikla sölu er nóg til fyrir þrettándann. Þór segir ýmislegt úrskýra aukningu í sölu á flugeldum. „Bæði vegna þess að eflaust eru fleiri á landinu. Það eru margir farnir að stunda það að vera erlendis yfir áramótin en það var ekki auðvelt núna þessi áramótin þannig mögulega er það hluti skýringarinnar en örugglega líka það að fólk ætlaði virkilega að kveðja þett ár og sjá til þess að það kæmi ekki aftur, sprengja það í burtu,“ sagði Þór. Björgunarsveitin var nokkuð oft kölluð úr á árinu vegna náttúruhamfara. Þór segir það þó ekki endilega skila sér í meiri sölu. „Stuðningur þjóðarinnar við okkar starf er alltaf mjög mikill og við erum ákaflega þakklát fyrir það. Ég held að árið í ár sé ekkert sérstaklega að valda því en hann er stöðugur og á meðan við stöndum okkur og stöndum undir merkjum þá styður þjóðin við okkur.“
Áramót Flugeldar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14