Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2021 08:23 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í fyrra. Fyrsti upplýsingafundur nýs árs verður klukkan 11:03 í dag. Vísir/Vilhelm Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umrætt afbrigði veirunnar greindist fyrst í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur valdið miklum usla þar. Talið er að það sé allt að 70 prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þórólfur kveðst vona að afbrigðið komist ekki meir inn í samfélagið hér. „Við höfum greint allt í allt eitthvað um sautján einstaklinga á landamærunum með þetta breska afbrigði. Einn greindist fyrir utan landamærin en var nátengdur landamærasmiti. Eins og við höfum séð með aðra stofna þessarar veiru þá hafa þeir greinst svona í nánasta umhverfi þeirra einstaklinga sem eru að greinast á landamærunum sem sýnir að það getur komið smit en vonandi förum við ekkert að fá það meira inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Spurður út í stöðuna á faraldrinum núna sagði hann að túlka þyrfti þær tölur sem sést hafi um áramótin með varúð þar sem ekki liggi alveg fyrir hversu mörg sýni hafi til að mynda verið tekin. Þó sé það jákvætt að fáir hafi greinst með veiruna um áramótin og að langflestir þeirra hafi verið í sóttkví. Það sem svo hafi gerst í faraldrinum milli jóla og nýárs, um áramót og við upphaf nýs árs komi í ljós í síðari hluta þessarar viku. Tilefni til tilslakana ef mjög fáir greinast Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 12. janúar. Þórólfur kvaðst vera farinn að velta fyrir sér næstu tillögum en vill ekkert gefa upp um það enn sem komið er hvað gæti falist í þeim. „Við þurfum bara að sjá. Ég bind vonir við það ef faraldurinn hér, ef veiran greinist mjög lítið, ég held það reyni virkilega á það næstu dagana í þessari viku. Ef það eru mjög fáir sem eru að greinast, það verður bara mjög ánægjulegt og eins og við höfum alltaf sagt að þá er náttúrulega tilefni til að fara að slaka eitthvað frekar á en það er ótímabært að tala um það eitthvað í einstaka liðum núna,“ sagði hann. Þá var einnig rætt um bóluefni og stöðuna í þeim málum. Fastlega er búist við því að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) veiti bóluefni Moderna markaðsleyfi í dag. Bóluefnið gæti því fengið markaðsleyfi hér á landi á morgun. Íslensk stjórnvöld hafa samið um 128.000 skammta sem duga fyrir um 64.000 einstaklinga en afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir“ Fram kom í máli Þórólfs í morgun að það eina sem fast væri í hendi núna er að síðar í þessum mánuði, væntanlega í kringum 21. janúar, fáum við næsta skammt af bóluefni Pfizer. Ástæðan er sú að önnur bóluefni eru ekki komin með markaðsleyfi í Evrópu, til dæmis fyrrnefnd bóluefni Moderna og bóluefni AstraZeneca. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir. Mér finnst umræðan vera dálítið þannig að menn haldi að þetta séu bara við sem höfum ekki samning um tímaáætlun og þvíumlíkt. Það eru bara allar þjóðir sem eru þannig, þannig að við þurfum ekki endilega að kvarta þó að við vildum fá þetta miklu hraðar og svo gjarnan,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umrætt afbrigði veirunnar greindist fyrst í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur valdið miklum usla þar. Talið er að það sé allt að 70 prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þórólfur kveðst vona að afbrigðið komist ekki meir inn í samfélagið hér. „Við höfum greint allt í allt eitthvað um sautján einstaklinga á landamærunum með þetta breska afbrigði. Einn greindist fyrir utan landamærin en var nátengdur landamærasmiti. Eins og við höfum séð með aðra stofna þessarar veiru þá hafa þeir greinst svona í nánasta umhverfi þeirra einstaklinga sem eru að greinast á landamærunum sem sýnir að það getur komið smit en vonandi förum við ekkert að fá það meira inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Spurður út í stöðuna á faraldrinum núna sagði hann að túlka þyrfti þær tölur sem sést hafi um áramótin með varúð þar sem ekki liggi alveg fyrir hversu mörg sýni hafi til að mynda verið tekin. Þó sé það jákvætt að fáir hafi greinst með veiruna um áramótin og að langflestir þeirra hafi verið í sóttkví. Það sem svo hafi gerst í faraldrinum milli jóla og nýárs, um áramót og við upphaf nýs árs komi í ljós í síðari hluta þessarar viku. Tilefni til tilslakana ef mjög fáir greinast Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 12. janúar. Þórólfur kvaðst vera farinn að velta fyrir sér næstu tillögum en vill ekkert gefa upp um það enn sem komið er hvað gæti falist í þeim. „Við þurfum bara að sjá. Ég bind vonir við það ef faraldurinn hér, ef veiran greinist mjög lítið, ég held það reyni virkilega á það næstu dagana í þessari viku. Ef það eru mjög fáir sem eru að greinast, það verður bara mjög ánægjulegt og eins og við höfum alltaf sagt að þá er náttúrulega tilefni til að fara að slaka eitthvað frekar á en það er ótímabært að tala um það eitthvað í einstaka liðum núna,“ sagði hann. Þá var einnig rætt um bóluefni og stöðuna í þeim málum. Fastlega er búist við því að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) veiti bóluefni Moderna markaðsleyfi í dag. Bóluefnið gæti því fengið markaðsleyfi hér á landi á morgun. Íslensk stjórnvöld hafa samið um 128.000 skammta sem duga fyrir um 64.000 einstaklinga en afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir“ Fram kom í máli Þórólfs í morgun að það eina sem fast væri í hendi núna er að síðar í þessum mánuði, væntanlega í kringum 21. janúar, fáum við næsta skammt af bóluefni Pfizer. Ástæðan er sú að önnur bóluefni eru ekki komin með markaðsleyfi í Evrópu, til dæmis fyrrnefnd bóluefni Moderna og bóluefni AstraZeneca. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir. Mér finnst umræðan vera dálítið þannig að menn haldi að þetta séu bara við sem höfum ekki samning um tímaáætlun og þvíumlíkt. Það eru bara allar þjóðir sem eru þannig, þannig að við þurfum ekki endilega að kvarta þó að við vildum fá þetta miklu hraðar og svo gjarnan,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira