Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 09:31 Heilbrigðiskerfi Englands er undir miklum þrýstingi vegna mikillar fjölgunar smitaðra. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. Ráðherrann segir að meðal annars komi til greina að setja landslægt útgöngubann aftur á. Útgöngubann er þegar í gildi í stórum hlutum Englands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að líklega yrðu svæðisbundnar reglur hertar. Mögulega yrði skólum lokað. Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldursins sagði fyrir áramót að nauðsynlegt væri að herða sóttvarnir til muna. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir „hamfarir“. Sjá einnig: Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Í viðtali við Sky News sagði Hancock í morgun að á svæðum þar sem búið væri að setja þriðja stigs sóttvarnareglur væru smituðum enn að fjölga hratt. Þar yrðu viðbúnaðarstigið möguleg hækkað í fjórða, og efsta, stig. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA/NEIL HALL Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Þegar Hancock var spurður hvort fjórða stigs aðgerðir bæru árangur gegn nýja afbrigðinu, sem dreifist auðveldar, sagði hann það fara eftir því hve vel fólk færi eftir reglunum. Mikilvægt væri að allir gerðu sitt til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Stórir hlutar Englands eru þegar undir fjórða stigs viðbúnaðaráætlun og sóttvarnareglum. Bretar ætla einnig að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu. Í morgun hófust bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca. Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem hefur enn ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar. BREAKING: Brian Pinker, an 82-year-old retired maintenance manager and a patient at Oxford University Hospital, has become the first to receive the Oxford-AstraZeneca vaccine.Get more on this story: https://t.co/rLzBweY5PE pic.twitter.com/hfoQp49iQ2— Sky News (@SkyNews) January 4, 2021 Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26 Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Ráðherrann segir að meðal annars komi til greina að setja landslægt útgöngubann aftur á. Útgöngubann er þegar í gildi í stórum hlutum Englands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að líklega yrðu svæðisbundnar reglur hertar. Mögulega yrði skólum lokað. Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldursins sagði fyrir áramót að nauðsynlegt væri að herða sóttvarnir til muna. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir „hamfarir“. Sjá einnig: Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Í viðtali við Sky News sagði Hancock í morgun að á svæðum þar sem búið væri að setja þriðja stigs sóttvarnareglur væru smituðum enn að fjölga hratt. Þar yrðu viðbúnaðarstigið möguleg hækkað í fjórða, og efsta, stig. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA/NEIL HALL Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Þegar Hancock var spurður hvort fjórða stigs aðgerðir bæru árangur gegn nýja afbrigðinu, sem dreifist auðveldar, sagði hann það fara eftir því hve vel fólk færi eftir reglunum. Mikilvægt væri að allir gerðu sitt til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Stórir hlutar Englands eru þegar undir fjórða stigs viðbúnaðaráætlun og sóttvarnareglum. Bretar ætla einnig að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu. Í morgun hófust bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca. Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem hefur enn ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar. BREAKING: Brian Pinker, an 82-year-old retired maintenance manager and a patient at Oxford University Hospital, has become the first to receive the Oxford-AstraZeneca vaccine.Get more on this story: https://t.co/rLzBweY5PE pic.twitter.com/hfoQp49iQ2— Sky News (@SkyNews) January 4, 2021
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26 Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23
Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06
Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12
Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26
Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06