Förum næst í kræklinginn þegar við verðum búin að byggja upp fiskeldið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2021 23:19 Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf. Egill Aðalsteinsson Kræklingur sest í stórum stíl á fiskeldiskvíar og er vannýtt tegund, að mati fiskeldismanns á Vestfjörðum. Hann hvetur til þess að Vestfirðingar snúi sér að kræklingaeldi þegar búið verði að byggja upp fiskeldið. Þegar við vorum á Flateyri fyrr í vetur að mynda nemendur Lýðskólans koma úr sjóferð tókum við eftir því að ungmennin fóru að fiskeldiskví á bryggjunni. Erindið var að tína krækling undan kvínni sem þau ætluðu að elda sér í matinn – þó ekki afurð meðvitaðs kræklingaeldis, en þetta var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Nei, þetta er aukaafurð sem fylgir fiskeldinu,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf., sem elur regnbogasilung í Önundarfirði, um leið og hann hvetur nemendur til að ná sér í meiri krækling. Nemendur Lýðskólans á Flateyri komnir með krækling í fötur.Egill Aðalsteinsson „Eldið eykur lífríkið þannig að kræklingurinn kemur bara. Ásetan kemur og hann bara stækkar mjög grimmt.“ Fiskeldismenn nýta hins vegar ekki kræklinginn sem þannig vex undir kvíunum. „Þú þarf að fara í gegnum tvær-þrjár stofnanir til að mega rækta þetta til manneldis.“ -En krakkarnir mega tína þetta? „Já, já. Þau mega fara í fjörurnar hérna og tína. Þau mega fara á bryggjuna hérna og tína. Það er enginn sem bannar það.“ Kræklingur sem nemendur tíndu af fiskeldiskvínni.Egill Aðalsteinsson Gísli Jón kveðst engar áhyggjur hafa af því hvort varasamt geti verið að borða kræklinginn og rifjar upp þá þumalfingursreglu að óhætt sé að tína krækling í þeim mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu. „Ég spái aldrei í það. Ég borða þetta bara. Vestfirðirnir eru svo hreinir, sko. Hér er ekkert eitur,“ segir Gísli og hlær. „Kræklingur er vannýtt tegund á Íslandi og það er bara í framtíðinni. Við tökum það næst. Þegar við erum búin að byggja upp fiskeldið þá förum við í kræklinginn.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2012 fjallaði Stöð 2 um tilraun bónda í Gilsfirði til að koma á fót kræklingarækt: Ísafjarðarbær Fiskeldi Um land allt Tengdar fréttir Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þegar við vorum á Flateyri fyrr í vetur að mynda nemendur Lýðskólans koma úr sjóferð tókum við eftir því að ungmennin fóru að fiskeldiskví á bryggjunni. Erindið var að tína krækling undan kvínni sem þau ætluðu að elda sér í matinn – þó ekki afurð meðvitaðs kræklingaeldis, en þetta var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Nei, þetta er aukaafurð sem fylgir fiskeldinu,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf., sem elur regnbogasilung í Önundarfirði, um leið og hann hvetur nemendur til að ná sér í meiri krækling. Nemendur Lýðskólans á Flateyri komnir með krækling í fötur.Egill Aðalsteinsson „Eldið eykur lífríkið þannig að kræklingurinn kemur bara. Ásetan kemur og hann bara stækkar mjög grimmt.“ Fiskeldismenn nýta hins vegar ekki kræklinginn sem þannig vex undir kvíunum. „Þú þarf að fara í gegnum tvær-þrjár stofnanir til að mega rækta þetta til manneldis.“ -En krakkarnir mega tína þetta? „Já, já. Þau mega fara í fjörurnar hérna og tína. Þau mega fara á bryggjuna hérna og tína. Það er enginn sem bannar það.“ Kræklingur sem nemendur tíndu af fiskeldiskvínni.Egill Aðalsteinsson Gísli Jón kveðst engar áhyggjur hafa af því hvort varasamt geti verið að borða kræklinginn og rifjar upp þá þumalfingursreglu að óhætt sé að tína krækling í þeim mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu. „Ég spái aldrei í það. Ég borða þetta bara. Vestfirðirnir eru svo hreinir, sko. Hér er ekkert eitur,“ segir Gísli og hlær. „Kræklingur er vannýtt tegund á Íslandi og það er bara í framtíðinni. Við tökum það næst. Þegar við erum búin að byggja upp fiskeldið þá förum við í kræklinginn.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2012 fjallaði Stöð 2 um tilraun bónda í Gilsfirði til að koma á fót kræklingarækt:
Ísafjarðarbær Fiskeldi Um land allt Tengdar fréttir Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25