Norska smalakonan segist vera kölluð trans-Íslendingur Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2021 06:13 Silje Dahlen Alviniussen er frá Tønsberg í Noregi, sem til forna hét Túnsberg, en hefur undanfarin fjögur ár búið á Íslandi. Einar Árnason „Mig langaði bara að búa hérna, einhvernveginn. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af landinu. Fólk er oft að gera grín að mér, segir að ég sé trans-Íslendingur. Ég er bara fædd í vitlausu landi,“ segir hin norska Silje Dahlen Alviniussen og hlær, nýkomin úr sex daga fjárleitum að Fjallabaki þriðja árið í röð. Sjónvarpsmenn Stöðvar 2 lentu í þeirri neyðarlegu stöðu á Landmannaafrétti í haust, við upptökur á þættinum Um land allt, að trufla fjárrekstur tveggja kvenna með þeirri afleiðingu að kindahópurinn tók á rás til fjalla. Fréttamaðurinn hafði beðið þær um að stíga af hestbaki og koma í viðtal en á meðan hann var að stilla þeim upp ruku þær skyndilega í burtu þegar þær áttuðu sig á því að kindurnar voru að sleppa frá þeim. Réttardagurinn hófst við fossinn Tröllkonuhlaup í Þjórsá. Þar var fé dregið í sundur sem komið var niður af hálendinu á undan aðalfjárrekstrinum.Einar Árnason Þremur dögum síðar, að morgni réttardagsins 25. september, rekumst við aftur á aðra þeirra, hina norsku Silje. Hún var þá stödd í einskonar forréttum á bökkum Þjórsár við fossinn Tröllkonuhlaup. Fréttamaðurinn hafði vonast til að smalakonurnar hefðu náð að redda málunum uppi á fjöllum þremur dögum áður en hér lýsir Silje því hvernig það fór. Einnig segir hún okkur frá því hversvegna hún tók upp á því fyrir fjórum árum að flytja til Íslands og hversvegna fólk kalli hana trans-Íslending: Hér geta áhorfendur svo séð neyðarlega atvikið þegar fréttamaðurinn flæktist fyrir: Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2. Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Noregur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32 Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Sjónvarpsmenn Stöðvar 2 lentu í þeirri neyðarlegu stöðu á Landmannaafrétti í haust, við upptökur á þættinum Um land allt, að trufla fjárrekstur tveggja kvenna með þeirri afleiðingu að kindahópurinn tók á rás til fjalla. Fréttamaðurinn hafði beðið þær um að stíga af hestbaki og koma í viðtal en á meðan hann var að stilla þeim upp ruku þær skyndilega í burtu þegar þær áttuðu sig á því að kindurnar voru að sleppa frá þeim. Réttardagurinn hófst við fossinn Tröllkonuhlaup í Þjórsá. Þar var fé dregið í sundur sem komið var niður af hálendinu á undan aðalfjárrekstrinum.Einar Árnason Þremur dögum síðar, að morgni réttardagsins 25. september, rekumst við aftur á aðra þeirra, hina norsku Silje. Hún var þá stödd í einskonar forréttum á bökkum Þjórsár við fossinn Tröllkonuhlaup. Fréttamaðurinn hafði vonast til að smalakonurnar hefðu náð að redda málunum uppi á fjöllum þremur dögum áður en hér lýsir Silje því hvernig það fór. Einnig segir hún okkur frá því hversvegna hún tók upp á því fyrir fjórum árum að flytja til Íslands og hversvegna fólk kalli hana trans-Íslending: Hér geta áhorfendur svo séð neyðarlega atvikið þegar fréttamaðurinn flæktist fyrir: Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2.
Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Noregur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32 Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32
Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26
Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41