Enginn á að verða útundan í bólusetningu Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 19:22 Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé verið að klára að bólusetja forgangshópa í samfélaginu og síðan verði eldra fólk bólusett. Þegar komi síðan að almenningi í yngri hópum verði stuðst við upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Hins vegar geta verið til einstaklingar sem telji sig vera í forgangshópi en séu ekki endilega skráðir með þeim hætti. Geta þeir á einhvern hátt gefið sig fram til að komast í bólusetningu þegar kemur að almenningi? Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikla hagsæld og heilsuvernd felast í því ef hægt yrði að bólusetja stærsta hluta þjóðarinnar hratt.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það væri eðlilegast að vera í samráði við sinn heimilislækni um að þetta sé allt skráð,“ segir Óskar. Allir væru skráðir á heilsugæslustöð og eða hjá sérfræðilækni. Í fyrsta kastinu verði farið heim til eldra fólks í heimahjúkrun og íbúakjörnum sem ekki komist á staðinn eftir kvaðningu. Aðrir í efri aldurshópum fái tíma með skilaboðum í heilsuveru. „Og síðan til að tryggja að allir fái sama möguleika munum við sjá til þess að það verði auglýstur ákveðinn tími dagsins þar sem þeir sem ekki hafa fengið boð en eru samt í þeim aldurshópi muni mæta,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sami háttur verði væntanlega hafður á þegar komi að öllum almenningi. En Óskar sagði fyrir nokkrum vikum að best yrði ef nægt bóluefni væri til, að ljúka bólusetningum af á nokkrum helgum og styðjast þar við kjörstaðafyrirkomulag almennra kosninga. „Já ég lifi í voninni. Það er ekki búið að slökkva þá von að þetta sé mögulegt. Það eru þeir Þórólfur og Kári sem eru að vinna í því máli. Ég vona það innilega. Það væri mikill léttir fyrir okkur Íslendinga og verulega mikil hagsæld líka fólgin í því. Ef við lítum líka á fjárhagslegu hliðina fyrir uitan allan heilsufars ávinninginn sem við fáum af því,“ segir Óskar Reykdalsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Bólusetningar Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29 Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé verið að klára að bólusetja forgangshópa í samfélaginu og síðan verði eldra fólk bólusett. Þegar komi síðan að almenningi í yngri hópum verði stuðst við upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Hins vegar geta verið til einstaklingar sem telji sig vera í forgangshópi en séu ekki endilega skráðir með þeim hætti. Geta þeir á einhvern hátt gefið sig fram til að komast í bólusetningu þegar kemur að almenningi? Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikla hagsæld og heilsuvernd felast í því ef hægt yrði að bólusetja stærsta hluta þjóðarinnar hratt.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það væri eðlilegast að vera í samráði við sinn heimilislækni um að þetta sé allt skráð,“ segir Óskar. Allir væru skráðir á heilsugæslustöð og eða hjá sérfræðilækni. Í fyrsta kastinu verði farið heim til eldra fólks í heimahjúkrun og íbúakjörnum sem ekki komist á staðinn eftir kvaðningu. Aðrir í efri aldurshópum fái tíma með skilaboðum í heilsuveru. „Og síðan til að tryggja að allir fái sama möguleika munum við sjá til þess að það verði auglýstur ákveðinn tími dagsins þar sem þeir sem ekki hafa fengið boð en eru samt í þeim aldurshópi muni mæta,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sami háttur verði væntanlega hafður á þegar komi að öllum almenningi. En Óskar sagði fyrir nokkrum vikum að best yrði ef nægt bóluefni væri til, að ljúka bólusetningum af á nokkrum helgum og styðjast þar við kjörstaðafyrirkomulag almennra kosninga. „Já ég lifi í voninni. Það er ekki búið að slökkva þá von að þetta sé mögulegt. Það eru þeir Þórólfur og Kári sem eru að vinna í því máli. Ég vona það innilega. Það væri mikill léttir fyrir okkur Íslendinga og verulega mikil hagsæld líka fólgin í því. Ef við lítum líka á fjárhagslegu hliðina fyrir uitan allan heilsufars ávinninginn sem við fáum af því,“ segir Óskar Reykdalsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Bólusetningar Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29 Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30
Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29
Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38