Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 10:52 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa fyrstu bólusetningar við Covid-19 sem fram fóru þann 29. desember. Vísir/vilhelm Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45