Grunur um fleiri mál þar sem börn fá greitt fyrir nektarmyndir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 18:18 Ævar Pálmi Pálmason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þrjú til sex mál fullorðinna einstaklinga sem greiða fyrir nektarmyndir af börnum til rannsóknar hjá embættinu. Grunur sé um fleiri mál af sama toga. Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira