Kópavogsbúa óheimilt að vakta lóð fjölbýlishúss og birta efnið á YouTube Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 09:25 Maðurinn sagði að kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íbúa í fjölbýlishúsi í Kópavogi var óheimilt að setja upp myndavélar sem beindust meðal annars að stéttinni fyrir framan útihurð hússins, sameiginlegum garði og innkeyrslu. Þá var manninum sömuleiðis óheimilt að birta efni úr umræddum myndavélunum á YouTube án samþykkis nágranna. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Persónuverndar sem birtur var í gær. Þar segir að kona sem býr í húsinu hafi í október 2018 kvartað til Persónuverndar vegna rafrænnar vöktunar umrædds nágranna síns og birtingu upptekins efnis á vefmiðlum. Sagði hún í bréfinu að vélarnar hafi meðal annars beinst að bílastæði hennar í séreign og svefnherbergisglugga íbúðar hennar. Sá sem setti upp vélarnar segist hafa upphaflega sett upp vélarnar vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem rekin var af fyrri eigendum íbúðar konunnar og þá hafi síðar verið kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Konan hafnar ásökunum um kannabisreykingar. Fjöldi myndavéla Í úrskurðinum kemur fram að myndavélarnar hafi verið staðsettar í gluggum íbúðar mannsins, bæði á húsinu framanverðu og aftanverðu. Segir konan sem kvartaði að vélunum meðal annars verið beint að tröppum að inngangi íbúðar sinnar. Einnig hafi myndavélum verið beint að stæði fyrir framan bílskúr, og að íbúð á efri hæð í bakhúsi, sem hvort tveggja sé séreign konunnar. Konan segir að myndavélarnar í gluggum mannsins hafi verið faldar með skrauti og að enginn nágrannanna hafi vitað um vöktunina, sem aldrei hafi verið borin upp á húsfundi. Maðurinn hafi síðar sett upp límmiða um vöktuna, en sömuleiðis án samráðs við aðra íbúa. Sagði hún að óásættanlegt væri að maðurinn fylgist með íbúum hússins í óþökk þeirra. „Ekki verði séð hvaða hag hann hafi, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, af því að fylgjast með mannaferðum framan við húsið, þar sem inngangur að íbúð hans sé á húsinu aftanverðu.“ Maðurinn setti upp eftirlitsmyndavélar í gluggum sínum. Myndin er úr safni.Getty/seksan Mongkhonkhamsao Kannabisreykjandi „skríll“ Maðurinn, sem kvörtunin beindist að, segir að hann hafi komið upp vélunum í gluggum sínum árið 2015. Upphaflega hafi það komið til vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem hann taldi rekna í húsinu af fyrri eigendum. Að nokkrum tíma liðnum hafi honum þótt fyrirkomulagið þægilegt til að sjá hverjir væru fyrir utan húsið. Maðurinn sagðist eiga erfitt með gang og væri því seinn til dyra. Einnig segir í tölvupósti hans til Persónuverndar að kvartandi, konan, væri með ólöglega útleigu á geymslu og bílskúr. „Þá segir að það sé „skríll“ á vegum hennar sem reyki kannabis fyrir framan húsið og það veki hjá honum óöryggi,“ að því er fram kemur í úrskurðinum. Taldi konuna vita af vöktuninni við kaup á íbúðinni Maðurinn sagðist hafa talið að konan hafi vel vitað af eftirlitsmyndavélunum þegar hún flutti í húsið sumarið 2017, enda hafi vélarnar þá þegar verið komnar upp. Sagði hann hið vaktaða svæði vera vel merkt og að ákvörðunin um vöktun hafi ekki verið tekin á formlegum húsfundi, enda hafi slíkur ekki verið haldinn síðan 2014. „Varðandi eftirlitsmyndavél í bifreið kveðst [maðurinn] hafa sett upp myndavél í mælaborði bifreiðar sinnar eftir að hafa lent í tjóni. Eftirlitsmyndavélin fari í gang þegar bíllinn sé ræstur. Honum sé því fyrirmunað að skilja hvernig myndavélin eigi að geta tekið myndir inn um svefnherbergisglugga kvartanda sem sé á annarri hæð hússins.“ Samrýmist ekki persónuverndarlögum Niðurstaða Persónuverndar er að þessi rafræn vöktun mannsins samrýmist ekki ákvæðum persónuverndarlaga og skuli hann láta af vöktuninni án tafar og sömuleiðis eyða því vöktunarefni sem safnast hafi til þessa. Þá skuli hann jafnframt eyða uppteknu efni sem hann hafi deilt á YouTube. Verði ekki farið að fyrirmælunum skuli maðurinn sæta dagsektum, sem geta numið allt að 200 þúsund krónum á hvern dag. Persónuvernd Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Persónuverndar sem birtur var í gær. Þar segir að kona sem býr í húsinu hafi í október 2018 kvartað til Persónuverndar vegna rafrænnar vöktunar umrædds nágranna síns og birtingu upptekins efnis á vefmiðlum. Sagði hún í bréfinu að vélarnar hafi meðal annars beinst að bílastæði hennar í séreign og svefnherbergisglugga íbúðar hennar. Sá sem setti upp vélarnar segist hafa upphaflega sett upp vélarnar vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem rekin var af fyrri eigendum íbúðar konunnar og þá hafi síðar verið kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Konan hafnar ásökunum um kannabisreykingar. Fjöldi myndavéla Í úrskurðinum kemur fram að myndavélarnar hafi verið staðsettar í gluggum íbúðar mannsins, bæði á húsinu framanverðu og aftanverðu. Segir konan sem kvartaði að vélunum meðal annars verið beint að tröppum að inngangi íbúðar sinnar. Einnig hafi myndavélum verið beint að stæði fyrir framan bílskúr, og að íbúð á efri hæð í bakhúsi, sem hvort tveggja sé séreign konunnar. Konan segir að myndavélarnar í gluggum mannsins hafi verið faldar með skrauti og að enginn nágrannanna hafi vitað um vöktunina, sem aldrei hafi verið borin upp á húsfundi. Maðurinn hafi síðar sett upp límmiða um vöktuna, en sömuleiðis án samráðs við aðra íbúa. Sagði hún að óásættanlegt væri að maðurinn fylgist með íbúum hússins í óþökk þeirra. „Ekki verði séð hvaða hag hann hafi, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, af því að fylgjast með mannaferðum framan við húsið, þar sem inngangur að íbúð hans sé á húsinu aftanverðu.“ Maðurinn setti upp eftirlitsmyndavélar í gluggum sínum. Myndin er úr safni.Getty/seksan Mongkhonkhamsao Kannabisreykjandi „skríll“ Maðurinn, sem kvörtunin beindist að, segir að hann hafi komið upp vélunum í gluggum sínum árið 2015. Upphaflega hafi það komið til vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem hann taldi rekna í húsinu af fyrri eigendum. Að nokkrum tíma liðnum hafi honum þótt fyrirkomulagið þægilegt til að sjá hverjir væru fyrir utan húsið. Maðurinn sagðist eiga erfitt með gang og væri því seinn til dyra. Einnig segir í tölvupósti hans til Persónuverndar að kvartandi, konan, væri með ólöglega útleigu á geymslu og bílskúr. „Þá segir að það sé „skríll“ á vegum hennar sem reyki kannabis fyrir framan húsið og það veki hjá honum óöryggi,“ að því er fram kemur í úrskurðinum. Taldi konuna vita af vöktuninni við kaup á íbúðinni Maðurinn sagðist hafa talið að konan hafi vel vitað af eftirlitsmyndavélunum þegar hún flutti í húsið sumarið 2017, enda hafi vélarnar þá þegar verið komnar upp. Sagði hann hið vaktaða svæði vera vel merkt og að ákvörðunin um vöktun hafi ekki verið tekin á formlegum húsfundi, enda hafi slíkur ekki verið haldinn síðan 2014. „Varðandi eftirlitsmyndavél í bifreið kveðst [maðurinn] hafa sett upp myndavél í mælaborði bifreiðar sinnar eftir að hafa lent í tjóni. Eftirlitsmyndavélin fari í gang þegar bíllinn sé ræstur. Honum sé því fyrirmunað að skilja hvernig myndavélin eigi að geta tekið myndir inn um svefnherbergisglugga kvartanda sem sé á annarri hæð hússins.“ Samrýmist ekki persónuverndarlögum Niðurstaða Persónuverndar er að þessi rafræn vöktun mannsins samrýmist ekki ákvæðum persónuverndarlaga og skuli hann láta af vöktuninni án tafar og sömuleiðis eyða því vöktunarefni sem safnast hafi til þessa. Þá skuli hann jafnframt eyða uppteknu efni sem hann hafi deilt á YouTube. Verði ekki farið að fyrirmælunum skuli maðurinn sæta dagsektum, sem geta numið allt að 200 þúsund krónum á hvern dag.
Persónuvernd Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira