Hamborgarinn „innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2021 14:27 Skjáskot af frétt Fréttablaðsins og myndinni af Þórólfi, Jóhannesi og Víði má sjá hér til hægri á mynd. Samsett Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að málsverður hans á Hamborgarafabrikkunni hafi verið innan þeirra marka sem sóttvarnayfirvöld hafa boðað. Kráareigandi lýsti yfir óánægju með uppátækið og sóttvarnareglur í gær. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“ Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira