Furðar sig á seinagangi við upptöku skimana fyrir ristilkrabbameini Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 10:06 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. vísir Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með reglubundna skimun fyrir krabbameini í ristli. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins furðar sig á því að sú skimun hafi ekki verið tekin upp þegar þjónustan færðist til heilsugæslunnar. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira