Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Þrír miðanna eru í áskrift, og hinir miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Vestur restaurant á Aðalstræti 110 á Patreksfirði, Euro Market á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi og Jolla á Helluhrauni 1 í Hafnarfirði.

