„Krabbameinslækningar hér á heimsmælikvarða en huga þarf að endurhæfingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2021 20:02 Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinlækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum hér á landi. Vísir/Helena Lífslíkur og lífsgæði krabbameinsgreindra hér á landi eru með því fremsta sem þekkist í heiminum, að sögn formanns félags krabbameinslækna. Krabbameinsgreindum muni hins vegar fjölga mikið á næstu áratugum og því mikilvægt að huga að öflugri endurhæfingu. Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar. Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar.
Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira