Lilja vonsvikin með Disney Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 18:41 Lilja kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum að sjá að Disney byði hvorki upp á íslenskt tal né texta á streymisveitu sinni. Samsett Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. „Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í bréfi til forstjórans hvet ég fyrirtækið til að gera bragarbót á og bendi á þá staðreynd, að íslenska tungumálið er kjarninn í menningu þjóðarinnar og sjálfsmynd,“ segir í Facebook-færslu sem Lilja birti í dag. Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 1 February 2021 „Við leggjum hart að okkur við að viðhalda því, sérstaklega meðal barna og ungmenna sem daglega verða fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, aðallega ensku. Góð móðurmálskunnátta er gríðarlega mikilvæg fyrir persónuþroska barna, sjálfsmynd þeirra, menntun og getu til að móta hugsanir. Hún er nauðsynleg íslenskri æsku og framtíð þeirra.“ Vonsvikin að sjá hvorki tal né texta Í bréfi sínu til forstjórans, sem fylgir með færslu Lilju, segist hún fagna þeirri ákvörðun Disney að bjóða upp á aðgang að streymisveitunni hér á landi. Efni úr smiðju Disney hafi notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum barna hér á landi, og þá ekki síst vegna góðra starfa talsetjara og textunar. „Íslenska hefur meira eða minna haldið sér í þúsund ár. Þess vegna geta Íslendingar lesið fornar sögur, handrit og ljóð, sem hafa sum orðið innblástur kvikmynda um víkinga eða norræna goðafræði,“ segir í bréfinu. Í ljósi þessa segist Lilja vonsvikin að komast að því að hvorki íslenskt tal né texti eru í boði á Disney+. Hún hvetji Disney til þess að bæta úr því sem fyrst og nýta sér það talsetta og textaða efni sem þegar er til. „Ég efast ekki um það að íslenskir foreldrar myndu verðlauna slíka viðleitni og velja að versla af ykkur,“ skrifar Lilja. Disney Íslenska á tækniöld Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í bréfi til forstjórans hvet ég fyrirtækið til að gera bragarbót á og bendi á þá staðreynd, að íslenska tungumálið er kjarninn í menningu þjóðarinnar og sjálfsmynd,“ segir í Facebook-færslu sem Lilja birti í dag. Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 1 February 2021 „Við leggjum hart að okkur við að viðhalda því, sérstaklega meðal barna og ungmenna sem daglega verða fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, aðallega ensku. Góð móðurmálskunnátta er gríðarlega mikilvæg fyrir persónuþroska barna, sjálfsmynd þeirra, menntun og getu til að móta hugsanir. Hún er nauðsynleg íslenskri æsku og framtíð þeirra.“ Vonsvikin að sjá hvorki tal né texta Í bréfi sínu til forstjórans, sem fylgir með færslu Lilju, segist hún fagna þeirri ákvörðun Disney að bjóða upp á aðgang að streymisveitunni hér á landi. Efni úr smiðju Disney hafi notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum barna hér á landi, og þá ekki síst vegna góðra starfa talsetjara og textunar. „Íslenska hefur meira eða minna haldið sér í þúsund ár. Þess vegna geta Íslendingar lesið fornar sögur, handrit og ljóð, sem hafa sum orðið innblástur kvikmynda um víkinga eða norræna goðafræði,“ segir í bréfinu. Í ljósi þessa segist Lilja vonsvikin að komast að því að hvorki íslenskt tal né texti eru í boði á Disney+. Hún hvetji Disney til þess að bæta úr því sem fyrst og nýta sér það talsetta og textaða efni sem þegar er til. „Ég efast ekki um það að íslenskir foreldrar myndu verðlauna slíka viðleitni og velja að versla af ykkur,“ skrifar Lilja.
Disney Íslenska á tækniöld Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira