Segir umgjörðina hjá Val svipaða og hjá sterkum liðum á Norðurlöndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 16:30 Arnór Smárason leikur í fyrsta sinn með meistaraflokki á Íslandi í sumar. vísir/sigurjón ólason Arnór Smárason segir að aðstaðan og umgjörðin hjá Val sé sambærileg því sem hann kynntist á ferli sínum sem atvinnumaður. Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val
Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira