„Alltaf erfiðara að verja titil en að vinna hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2021 07:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Vísir/Sigurjón Ólason Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, segir það forréttindi að æfa við þær aðstæður sem Valur býður upp á. Kom þetta fram í viðtali Heimis við Stöð 2 Sport. Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira