KALEO frumsýnir myndband sem var heldur betur krefjandi í tökum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2021 15:03 Erfitt var að skjóta myndbandið á Þrídröngum. Snemma á árinu 2020 sendi hljómsveitin KALEO frá sér fyrstu lögin af komandi plötu en það voru lögin I Want More og Break My Baby. Eftir að Covid-19 faraldurinn braust út var útgáfu þriðju breiðskífu sveitarinnar frestað og tilkynnir sveitin í dag að platan sem ber heitið Surface Sounds mun koma út þann 23. apríl næstkomandi. Í dag kemur einnig út einstakt myndband af lifandi flutning KALEO af laginu Break My Baby sem tekið var upp síðasta sumar á Þrídröngum. Lag og texti eru eftir Jökul Júlíusson. KALEO hefur í gegnum tíðina geftð sér gott orð fyrir að ráðast í metnaðarfull myndbönd sem fanga lifandi flutning sveitarinnar á óvenjulegum og krefjandi stöðum í íslenskri náttúru. Þetta er án nokkurs vafa mest krefjandi myndbandsverkefni KALEO til þessa og er útkoman glæsileg. Fullkomið samspil kraftmikillar tónlistar og náttúru. En spurður útí staðsetninguna svarar Jökull Júlíusson forsprakki KALEO eftirfarandi. „Það eru í fyrsta lagi forréttindi að fá að spila á þessum stað þar sem að sárafáir hafa fengið að heimsækja. Manni verður hugsað til þeirra Vestmannaeyinga sem að fyrstir klifu drangann án nokkurs öryggisbúnaðar og hverskonar ofurmenni þeir hafa verið. Okkur var búið að langa að gera þetta lengi og loksins fannst tími í Covid,“ segir Jökull. „Það þurfa að vera fullkomnar veðuraðstæður til að svona verkefni gangi upp og við erum mjög ánægðir með útkomuna og þökkum þeim frábæra hóp sem að vann þetta með okkur. Það þótti líka vel við hæfi að taka upp myndband á jafn afskekktum stað í miðjum heimsfaraldri,” bætir Jökull við. Vitinn var byggður árið 1939 og verður bygging hans að teljast eitt helsta þrekvirki íslenskrar byggingarsögu. Lokið var að koma fyrir ljósabúnaði í vitann þann 5. júlí 1942 og á sama degi 78 árum síðar tók KALEO upp þetta myndband. Kaleo Vestmannaeyjar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Eftir að Covid-19 faraldurinn braust út var útgáfu þriðju breiðskífu sveitarinnar frestað og tilkynnir sveitin í dag að platan sem ber heitið Surface Sounds mun koma út þann 23. apríl næstkomandi. Í dag kemur einnig út einstakt myndband af lifandi flutning KALEO af laginu Break My Baby sem tekið var upp síðasta sumar á Þrídröngum. Lag og texti eru eftir Jökul Júlíusson. KALEO hefur í gegnum tíðina geftð sér gott orð fyrir að ráðast í metnaðarfull myndbönd sem fanga lifandi flutning sveitarinnar á óvenjulegum og krefjandi stöðum í íslenskri náttúru. Þetta er án nokkurs vafa mest krefjandi myndbandsverkefni KALEO til þessa og er útkoman glæsileg. Fullkomið samspil kraftmikillar tónlistar og náttúru. En spurður útí staðsetninguna svarar Jökull Júlíusson forsprakki KALEO eftirfarandi. „Það eru í fyrsta lagi forréttindi að fá að spila á þessum stað þar sem að sárafáir hafa fengið að heimsækja. Manni verður hugsað til þeirra Vestmannaeyinga sem að fyrstir klifu drangann án nokkurs öryggisbúnaðar og hverskonar ofurmenni þeir hafa verið. Okkur var búið að langa að gera þetta lengi og loksins fannst tími í Covid,“ segir Jökull. „Það þurfa að vera fullkomnar veðuraðstæður til að svona verkefni gangi upp og við erum mjög ánægðir með útkomuna og þökkum þeim frábæra hóp sem að vann þetta með okkur. Það þótti líka vel við hæfi að taka upp myndband á jafn afskekktum stað í miðjum heimsfaraldri,” bætir Jökull við. Vitinn var byggður árið 1939 og verður bygging hans að teljast eitt helsta þrekvirki íslenskrar byggingarsögu. Lokið var að koma fyrir ljósabúnaði í vitann þann 5. júlí 1942 og á sama degi 78 árum síðar tók KALEO upp þetta myndband.
Kaleo Vestmannaeyjar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira