Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 08:00 Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira