„Alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:00 Vilhjálmur Kári segir ekkert annað en titilbaráttu koma til greina hjá Blikum næsta sumar þó svo að fjórar landsliðskonur séu horfnar á braut. Stöð 2 Sport „Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær. „Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
„Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn