Allar tiltækar bjargir notaðar við leitina Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2021 13:45 Umfangsmikil leit stendur nú yfir að John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan. Samsett Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú til meðferðar mál fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað er í Pakistan og er starfsfólk borgaraþjónustunnar í sambandi við fjölskyldu hans. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að allt kapp sé lagt á að John Snorri finnist sem allra fyrst og að íslensk og pakistönsk stjórnvöld eigi í góðri samvinnu í því skyni. Síðast sást til Johns og samferðamanna hans Ali Sapara og Pablo Mohr klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma en þeir lögðu á stað upp K2 í fyrrakvöld. „Utanríkisráðuneyti Íslands og Pakistans eiga í samskiptum með milligöngu sendiráða ríkjanna í Ósló. Þá hafa íslensk stjórnvöld verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan, sem stýra leitinni, og lögregluyfirvöld ríkjanna eiga jafnframt í beinum samskiptum vegna málsins,“ segir í tilkynningu. Að sögn ráðuneytisins hafa yfirvöld í Pakistan fullvissað íslensk stjórnvöld um að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að finna John Snorra og samferðamenn hans og til þess séu allar tiltækar bjargir notaðar. Reyna að ná sambandi við gervihnattasíma Embætti ríkislögreglustjóra hefur staðfest við fréttastofu að alþjóðadeild embættisins aðstoði sömuleiðis við leitina en lögreglan hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um aðkomu hennar að málinu. Gestur Pétursson, vinur John Snorra, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að íslenska lögreglan hafi meðal annars reynt að fá upplýsingar frá gervihnattasímafyrirtæki sem þjónustar símtæki John Snorra og félaga. Gestur sagði jafnframt að íslenska utanríkisþjónustan hafi reynst aðstandendum fjallagarpsins mjög vel og veitt fjölskyldunni góðan stuðning. Tvær þyrlur pakistanska hersins flugu yfir svæðið í morgun og viðbótarmannskapur hefur verið sendur í grunnbúðir á fjallinu í tengslum við leitina. Leit þyrlanna bar ekki árangur í morgun. Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum eftir að súrefnisbúnaður hans bilaði, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Verið á svæðinu frá því í nóvember John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Hann ætlaði einnig að verða sá fyrsti til að klífa það að vetri til og hefur verið á svæðinu síðan í nóvember við undirbúning. Annar hópur náði þó þeim áfanga í janúar að vera á undan John Snorra og félögum og var þar með sá fyrsti til að komast á toppinn að vetrarlagi. Er þetta nú önnur atlaga Johns að fjallinu að vetri til en hann varð frá að hverfa í janúar vegna veðurs. Fréttin hefur verið uppfærð. Nepal Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35 Leit hersins á K2 bar ekki árangur Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan. 6. febrúar 2021 09:47 Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29 Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að allt kapp sé lagt á að John Snorri finnist sem allra fyrst og að íslensk og pakistönsk stjórnvöld eigi í góðri samvinnu í því skyni. Síðast sást til Johns og samferðamanna hans Ali Sapara og Pablo Mohr klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma en þeir lögðu á stað upp K2 í fyrrakvöld. „Utanríkisráðuneyti Íslands og Pakistans eiga í samskiptum með milligöngu sendiráða ríkjanna í Ósló. Þá hafa íslensk stjórnvöld verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan, sem stýra leitinni, og lögregluyfirvöld ríkjanna eiga jafnframt í beinum samskiptum vegna málsins,“ segir í tilkynningu. Að sögn ráðuneytisins hafa yfirvöld í Pakistan fullvissað íslensk stjórnvöld um að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að finna John Snorra og samferðamenn hans og til þess séu allar tiltækar bjargir notaðar. Reyna að ná sambandi við gervihnattasíma Embætti ríkislögreglustjóra hefur staðfest við fréttastofu að alþjóðadeild embættisins aðstoði sömuleiðis við leitina en lögreglan hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um aðkomu hennar að málinu. Gestur Pétursson, vinur John Snorra, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að íslenska lögreglan hafi meðal annars reynt að fá upplýsingar frá gervihnattasímafyrirtæki sem þjónustar símtæki John Snorra og félaga. Gestur sagði jafnframt að íslenska utanríkisþjónustan hafi reynst aðstandendum fjallagarpsins mjög vel og veitt fjölskyldunni góðan stuðning. Tvær þyrlur pakistanska hersins flugu yfir svæðið í morgun og viðbótarmannskapur hefur verið sendur í grunnbúðir á fjallinu í tengslum við leitina. Leit þyrlanna bar ekki árangur í morgun. Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum eftir að súrefnisbúnaður hans bilaði, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Verið á svæðinu frá því í nóvember John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Hann ætlaði einnig að verða sá fyrsti til að klífa það að vetri til og hefur verið á svæðinu síðan í nóvember við undirbúning. Annar hópur náði þó þeim áfanga í janúar að vera á undan John Snorra og félögum og var þar með sá fyrsti til að komast á toppinn að vetrarlagi. Er þetta nú önnur atlaga Johns að fjallinu að vetri til en hann varð frá að hverfa í janúar vegna veðurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nepal Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35 Leit hersins á K2 bar ekki árangur Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan. 6. febrúar 2021 09:47 Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29 Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35
Leit hersins á K2 bar ekki árangur Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan. 6. febrúar 2021 09:47
Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29
Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41