Valheim: Lítill sænskur leikur slær í gegn Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 12:39 Það er ýmislegt hægt að byggja í Valheim. Iron Gate Studio Sænski leikurinn Valheim kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og hefur á örskömmum tíma notið mikilla vinsælda, þrátt fyrir að vera ókláraður svokallaður „early access“ leikur. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu leiksins seldust rúmlega milljón eintök. Í gær voru alls 367 þúsund manns að spila leikinn á sama tíma. Í leiknum, sem er frá fyrirtækinu Iron Gate setja spilarar sig í spor víkings sem féll nýverið í orrustu og fluttur til Valheim, þar sem Óðinn velur öflugustu hetjur heimisins til að verjast óvinum sínum. Með ekkert í höndunum þurfa spilarar að safna birgðum til að lifa af, byggja sér bækistöðvar og vopnbúast. Allt að tíu spilarar geta spilað leikinn saman, sem er enn sem komið er eingöngu fáanlegur í Steam fyrir PC. Þrát fyrir að hann sé ekki tilbúinn er merkilega lítið um glitcha í leiknum. Valheim er í raun lítill leikur sem er þrátt fyrir það mjög djúpur. Grafíkin er einföld og svolítið gamaldags en útlit leiksins er samt mjög flott. Það er svolítið þema Valheim. Það að það er svo sem ekkert framúrskarandi við leikinn, þannig. Framleiðendur Valheim taka margt gott úr öðrum sambærilegum survival leikjum og gera það vel. Öll kerfi leiksins og grafík smella bara merkilega vel saman. Andrúmsloftið er gott og ég get dundað mér merkilega mikið í þessum leik. Ég er ekki einn um það, þar sem fjölmargir hafa varið heilu dögunum í að byggja hinar fluttustu hallir í leiknum. Þrátt fyrir að vera svolítið PS2-legur, þá er Valheim mjög fallegur leikur.Iron Gate Studio Kort hvers leiks er búið til að handahófi en inniheldur alltaf svipuð svæði sem verða erfiðari og erfiðari. Maður þarf svo að ferðast langar leiðir um kortið til að fella sérstaka óvini og vekja athygli Óðins. Verð að tuða eitthvað Ef ég þyrfti að finna mér eitthvað til að tuða yfir, því það er maður með byssu, þá væri það bardgakerfi Valheim. Það er ekkert til að hrópa húrra yfir. Sérstaklega í byrjun, því bardagakerfið reynist dýpra en það lítur út fyrir að vera. Mismunandi vopn gera meiri skaða gegn mismunandi óvinum og ef maður tímaestur vörn vel, þá getur maður náð ofurhöggum á óvini sína. Víkingurinn sem maður býr til er með takmarkað þol, jafnvel of takmarkað þol, og það er auðvelt að klára orku hans alveg í bardögum. Sérstaklega á móti mörgum óvinum. Þegar maður deyr, missir maður shittið manns, og hluta þeirra hæfileika sem maður hefur safnað. Maður getur þó farið aftur til staðarins þar sem maður féll í orrustu, eða varð undir tréi sem maður felldi, og náð í shittið. Ekki augljósir drullusokkar Það hjálpar mjög að þrátt fyrir að vera á köflum mjög erfiður, er útlit fyrir að framleiðendur Valheim séu ekki drullusokkar. Það er að segja að manni er ekki refsað um of, eins og er oft lenskan. Ofan á það, þá þarf maður ekki að berjast við erfiðustu óvini leiksins fyrr en maður er sjálfur tilbúinn. Tröll geta verið erfið viðureignar. Sérstaklega í návígi.Iron Gate Studio Ég taldi mig tilbúinn og vel það, til að berjast við fyrsta erfiða óvin leiksins, sem ég þurfti að drepa til að geta orðið mér út um málma. Nánast um leið og ég kallaði hann á minn fund, með þar til gerðri fórn, drap hann mig. Mér tókst þó að ná í shittið mitt aftur og sá að hann hafði ekki jafnað sig af þeim litla skaða sem ég hafði valdið honum. Hægt og rólega, og með því að deyja nokkrum sinnum til viðbótar, tókst mér þó að sigra hann. Vert er að benda spilurum á að til að byrja með er gott að styðja sig við Wikisíðu leiksins til að læra á hann. Svo eru margir að birta leiðbeiningar á Youtube. Meðal annars um það hvernig hægt er að byggja almennileg langhús. Ég rakst þó skömmu seinna á annan erfiðan óvin sem ég var alls ekki tilbúinn í. Þá var ég á leið að sækja mér kopar með nýja hakanum mínum. Ég fór í smá ferðalag frá húsinu sem ég hafði byggt mér og inn í skóg, þar sem finna má erfiðari óvini. Eftir að hafa drepið nokkra vonda dverga byrjaði ég að safna kopar en þá kom stærðarinnar tröll mér að óvörum og drap mig í einu höggi. Eftir nokkrar tilraunir rambaði ég á það fyrir slysni að það væri hægt að rúlla sér undan höggum og tókst að endingu að ganga frá tröllinu og gera mér þessa líka fínu leðurbrynju úr því. Samantekt-ish Það er ótrúlega auðvelt að vera hrifinn af Valheim. Þetta er lítill leikur sem kostar ekki mikið, tuttugu dali á Steam, og öll kerfi leiksins smella ótrúlega vel saman. Það er alveg hægt að spila leikinn einn, þó það sé eflaust skemmtilegra með vinum og maður getur sömuleiðis spilað leikinn á sínum eigin tíma, þó þetta sé netleikur. Það er eiginlega merkilegt hvað Svíunum tekst vel að hnýta saman fjölmörg kerfi sem þekkjast úr öðrum leikjum í mjög góða heild. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Í gær voru alls 367 þúsund manns að spila leikinn á sama tíma. Í leiknum, sem er frá fyrirtækinu Iron Gate setja spilarar sig í spor víkings sem féll nýverið í orrustu og fluttur til Valheim, þar sem Óðinn velur öflugustu hetjur heimisins til að verjast óvinum sínum. Með ekkert í höndunum þurfa spilarar að safna birgðum til að lifa af, byggja sér bækistöðvar og vopnbúast. Allt að tíu spilarar geta spilað leikinn saman, sem er enn sem komið er eingöngu fáanlegur í Steam fyrir PC. Þrát fyrir að hann sé ekki tilbúinn er merkilega lítið um glitcha í leiknum. Valheim er í raun lítill leikur sem er þrátt fyrir það mjög djúpur. Grafíkin er einföld og svolítið gamaldags en útlit leiksins er samt mjög flott. Það er svolítið þema Valheim. Það að það er svo sem ekkert framúrskarandi við leikinn, þannig. Framleiðendur Valheim taka margt gott úr öðrum sambærilegum survival leikjum og gera það vel. Öll kerfi leiksins og grafík smella bara merkilega vel saman. Andrúmsloftið er gott og ég get dundað mér merkilega mikið í þessum leik. Ég er ekki einn um það, þar sem fjölmargir hafa varið heilu dögunum í að byggja hinar fluttustu hallir í leiknum. Þrátt fyrir að vera svolítið PS2-legur, þá er Valheim mjög fallegur leikur.Iron Gate Studio Kort hvers leiks er búið til að handahófi en inniheldur alltaf svipuð svæði sem verða erfiðari og erfiðari. Maður þarf svo að ferðast langar leiðir um kortið til að fella sérstaka óvini og vekja athygli Óðins. Verð að tuða eitthvað Ef ég þyrfti að finna mér eitthvað til að tuða yfir, því það er maður með byssu, þá væri það bardgakerfi Valheim. Það er ekkert til að hrópa húrra yfir. Sérstaklega í byrjun, því bardagakerfið reynist dýpra en það lítur út fyrir að vera. Mismunandi vopn gera meiri skaða gegn mismunandi óvinum og ef maður tímaestur vörn vel, þá getur maður náð ofurhöggum á óvini sína. Víkingurinn sem maður býr til er með takmarkað þol, jafnvel of takmarkað þol, og það er auðvelt að klára orku hans alveg í bardögum. Sérstaklega á móti mörgum óvinum. Þegar maður deyr, missir maður shittið manns, og hluta þeirra hæfileika sem maður hefur safnað. Maður getur þó farið aftur til staðarins þar sem maður féll í orrustu, eða varð undir tréi sem maður felldi, og náð í shittið. Ekki augljósir drullusokkar Það hjálpar mjög að þrátt fyrir að vera á köflum mjög erfiður, er útlit fyrir að framleiðendur Valheim séu ekki drullusokkar. Það er að segja að manni er ekki refsað um of, eins og er oft lenskan. Ofan á það, þá þarf maður ekki að berjast við erfiðustu óvini leiksins fyrr en maður er sjálfur tilbúinn. Tröll geta verið erfið viðureignar. Sérstaklega í návígi.Iron Gate Studio Ég taldi mig tilbúinn og vel það, til að berjast við fyrsta erfiða óvin leiksins, sem ég þurfti að drepa til að geta orðið mér út um málma. Nánast um leið og ég kallaði hann á minn fund, með þar til gerðri fórn, drap hann mig. Mér tókst þó að ná í shittið mitt aftur og sá að hann hafði ekki jafnað sig af þeim litla skaða sem ég hafði valdið honum. Hægt og rólega, og með því að deyja nokkrum sinnum til viðbótar, tókst mér þó að sigra hann. Vert er að benda spilurum á að til að byrja með er gott að styðja sig við Wikisíðu leiksins til að læra á hann. Svo eru margir að birta leiðbeiningar á Youtube. Meðal annars um það hvernig hægt er að byggja almennileg langhús. Ég rakst þó skömmu seinna á annan erfiðan óvin sem ég var alls ekki tilbúinn í. Þá var ég á leið að sækja mér kopar með nýja hakanum mínum. Ég fór í smá ferðalag frá húsinu sem ég hafði byggt mér og inn í skóg, þar sem finna má erfiðari óvini. Eftir að hafa drepið nokkra vonda dverga byrjaði ég að safna kopar en þá kom stærðarinnar tröll mér að óvörum og drap mig í einu höggi. Eftir nokkrar tilraunir rambaði ég á það fyrir slysni að það væri hægt að rúlla sér undan höggum og tókst að endingu að ganga frá tröllinu og gera mér þessa líka fínu leðurbrynju úr því. Samantekt-ish Það er ótrúlega auðvelt að vera hrifinn af Valheim. Þetta er lítill leikur sem kostar ekki mikið, tuttugu dali á Steam, og öll kerfi leiksins smella ótrúlega vel saman. Það er alveg hægt að spila leikinn einn, þó það sé eflaust skemmtilegra með vinum og maður getur sömuleiðis spilað leikinn á sínum eigin tíma, þó þetta sé netleikur. Það er eiginlega merkilegt hvað Svíunum tekst vel að hnýta saman fjölmörg kerfi sem þekkjast úr öðrum leikjum í mjög góða heild.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira