Ancelotti talaði um örlagastund fyrir Everton en veðjar hann á Gylfa í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 13:31 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í síðasta leik sínum í byrjunarliðinu. Getty/Michael Regan Stórleikur kvöldsins í ensku bikarkeppninni er leikur Everton og Tottenham í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar sem verður spilaður á Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu dramatísku jafntefli á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en geta nú komist í átta liða úrslit bikarsins með sigri á gamla liði Gylfa í Tottenham. Everton hefur náð fjórum stigum út úr síðustu deildarleikjum sínum og er nú aðeins þremur stigum á eftir Liverpool sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu. Eini raunhæfi möguleiki Everton á því að vinna titil á tímabilinu er aftur á móti að fara alla leið í enska bikarnum. Everton vann 1-0 sigur á Tottenham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í byrjun tímabilsins. „Þetta er örlagastund fyrir alla hjá Everton og mjög mikilvægur kafli á tímabilinu. Nú ætlum við okkur að komast í átta liða úrslitin sem væri mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, á blaðamannafundi fyrir leikinn. | Key Points from Carlo Ancelotti s Press Conference ahead of Spurs; Jordan Pickford and James Rodriguez to be assessed today! Allan not ready yet. Carlo hopeful he ll be back for Sunday! Carlo: I know how Evertonians are desperate to win trophies. #EFC #COYB pic.twitter.com/MSAzHlqQoV— TheMightyBlues (@MightyBluesYT) February 9, 2021 „Ég veit að Everton fólk vill að við vinnum titla. Við erum að vinna að því markmiði en ég veit ekki hvort að þetta sé rétti tíminn til þess. Það eina sem ég get sagt er að við erum að gera allt okkar til að ná í titla sem fyrst,“ sagði Ancelotti. Gylfi byrjaði á bekknum í leiknum á móti Manchester United um helgina en Gylfi hafði byrjaði og skorað í leiknum á undan þar sem Everton vann 2-1 sigur á Leeds. Gylfi hefur ekki verið á varamannabekknum í tveimur leikjum í röð síðan í nóvember og góð frammistaða hans að undanförnu skilar okkar manni vonandi sæti í byrjunarliðinu í þessum mikilvæga leik. Þegar Everton vann Totteham í september þá skoraði Dominic Calvert-Lewin sigurmarkið eftir aukaspyrnu á 55. mínútu. Gylfi komi ekki inn á völlinn fyrr en þrettán mínútum síðar. Ancelotti talaði um þann leik á blaðamannafundinum sem boðar kannski ekki alltof gott fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Þeir eru með frábært lið og hafa gæði í liðinu, gott skipulag í vörn sem sókn og góðan stjórna. Við stóðum okkur vel á móti þeim síðast og ég von að við getum spilað svipaða leik og í byrjun tímabilsins,“ sagði Ancelotti. watch on YouTube Í 1-0 sigrinum á Tottenham þá byrjaði Ancelotti með Abdoulaye Doucouré og André Gomes á miðjunni með Allan fyrir aftan þá. Allan er meiddur og verður ekki með í kvöld. Abdoulaye Doucouré og André Gomes byrjuðu báðir á móti Manchester United og þá var Tom Davies með þeim. Tom Davies kom inn á miðjuna fyrir Gylfa og stóð sig vel. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ancelotti veðji á Gylfa eða Tom Davies í þessum úrslitaleik í kvöld. James Rodriguez og Jordan Pickford eru báðir tæpir og fjarvera Rodriguez gæti kallað að aðrar útfærslur. Leikur Everton og Tottenham hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 20.05. Allir fjórir bikarleikir kvöldsins eru í beinni á sportstöðvunum. Leikur Swansea City og Manchester City er í beinni á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.20, leikur Sheffield United og Bristol City er í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.20 og leikur Leicester og Brighton er í beinni á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.20. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu dramatísku jafntefli á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en geta nú komist í átta liða úrslit bikarsins með sigri á gamla liði Gylfa í Tottenham. Everton hefur náð fjórum stigum út úr síðustu deildarleikjum sínum og er nú aðeins þremur stigum á eftir Liverpool sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu. Eini raunhæfi möguleiki Everton á því að vinna titil á tímabilinu er aftur á móti að fara alla leið í enska bikarnum. Everton vann 1-0 sigur á Tottenham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í byrjun tímabilsins. „Þetta er örlagastund fyrir alla hjá Everton og mjög mikilvægur kafli á tímabilinu. Nú ætlum við okkur að komast í átta liða úrslitin sem væri mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, á blaðamannafundi fyrir leikinn. | Key Points from Carlo Ancelotti s Press Conference ahead of Spurs; Jordan Pickford and James Rodriguez to be assessed today! Allan not ready yet. Carlo hopeful he ll be back for Sunday! Carlo: I know how Evertonians are desperate to win trophies. #EFC #COYB pic.twitter.com/MSAzHlqQoV— TheMightyBlues (@MightyBluesYT) February 9, 2021 „Ég veit að Everton fólk vill að við vinnum titla. Við erum að vinna að því markmiði en ég veit ekki hvort að þetta sé rétti tíminn til þess. Það eina sem ég get sagt er að við erum að gera allt okkar til að ná í titla sem fyrst,“ sagði Ancelotti. Gylfi byrjaði á bekknum í leiknum á móti Manchester United um helgina en Gylfi hafði byrjaði og skorað í leiknum á undan þar sem Everton vann 2-1 sigur á Leeds. Gylfi hefur ekki verið á varamannabekknum í tveimur leikjum í röð síðan í nóvember og góð frammistaða hans að undanförnu skilar okkar manni vonandi sæti í byrjunarliðinu í þessum mikilvæga leik. Þegar Everton vann Totteham í september þá skoraði Dominic Calvert-Lewin sigurmarkið eftir aukaspyrnu á 55. mínútu. Gylfi komi ekki inn á völlinn fyrr en þrettán mínútum síðar. Ancelotti talaði um þann leik á blaðamannafundinum sem boðar kannski ekki alltof gott fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Þeir eru með frábært lið og hafa gæði í liðinu, gott skipulag í vörn sem sókn og góðan stjórna. Við stóðum okkur vel á móti þeim síðast og ég von að við getum spilað svipaða leik og í byrjun tímabilsins,“ sagði Ancelotti. watch on YouTube Í 1-0 sigrinum á Tottenham þá byrjaði Ancelotti með Abdoulaye Doucouré og André Gomes á miðjunni með Allan fyrir aftan þá. Allan er meiddur og verður ekki með í kvöld. Abdoulaye Doucouré og André Gomes byrjuðu báðir á móti Manchester United og þá var Tom Davies með þeim. Tom Davies kom inn á miðjuna fyrir Gylfa og stóð sig vel. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ancelotti veðji á Gylfa eða Tom Davies í þessum úrslitaleik í kvöld. James Rodriguez og Jordan Pickford eru báðir tæpir og fjarvera Rodriguez gæti kallað að aðrar útfærslur. Leikur Everton og Tottenham hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 20.05. Allir fjórir bikarleikir kvöldsins eru í beinni á sportstöðvunum. Leikur Swansea City og Manchester City er í beinni á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.20, leikur Sheffield United og Bristol City er í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.20 og leikur Leicester og Brighton er í beinni á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.20. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira