Fyrirspurnum um rasslyftingu hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 18:13 Kim Kardashian hefur komið af stað tískubylgju. instagram Rúmmálsaukandi aðgerðum á rasskinnum hefur fjölgað um 77,6 prósent á heimsvísu frá árinu 2015 og segir íslenskur lýtalæknir aðgerðunum einnig hafa fjölgað hér á landi. Margir vilja rekja vinsældir þessara aðgerða til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem hefur verið ófeimin við að sýna stóran og myndarlegan rassinn. Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira