Magnaður Mbappé sökkti Messi og félögum á Nývangi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2021 22:00 Mbappé fór hamförum í kvöld. EPA-EFE/ALBERTO ESTEVEZ Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld. Liðin tvö eiga eitt sögufrægasta einvígi í sögu Meistaradeildar Evrópu þar sem Börsungar komu á einhvern ótrúlegan hátt til baka eftir að hafa verið 4-0 undir eftir fyrri leik liðanna. Síðari leiknum lauk með 6-1 sigri Barcelona og einum magnaðasta leik í manna minnum. Börsungar þurfa á slíku kraftaverki að halda nú eftir að hafa fengið það óþvegið á eigin heimavelli í kvöld. Þá vakti athygli að tveir fyrrum þjálfarar Southampton voru að mætast í kvöld en bæði Ronald Koeman og Mauricio Pochettino stýrðu enska liðinu á sínum tíma. Hvað varðar leikinn sjálfan þá voru tveir af bestu leikmönnum heims í sviðsljósinu. Lionel Messi kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar rétt tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Frenkie De Jong var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Keylor Navas fór í rétt horn en að dugði ekki til. 17 - Lionel Messi has scored in the @ChampionsLeague for the 17th consecutive year (2005-2021), equaling Raúl González s record (1995-2011). Infallible. pic.twitter.com/pXEhIq7Tcr— OptaJose (@OptaJose) February 16, 2021 Ousmane Dembélé fékk svo dauðafæri skömmu síðar er PSG missti boltann í öftustu línu og Messi kom boltanum á Frakkann sem átti laust skot beint á Navas. Gestirnir jöfnuðu metin svo skömmu síðar. Það gerði franska stórstjarnan Kylian Mbappé eftir magnaðan undirbúning Marco Veratti og staðan því 1-1, þannig var hún enn er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var eign PSG og þá sérstaklega Mbappé. Pochettino passaði sig líka en hann kippti Idrissa Gana Gueye út af en hann var á gulu spjaldi eftir fjölda tæklinga í fyrri hálfleiknum. Það var hins vegar Mbappé sem stal fyrirsögnunum en hann kom París yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lánsmaðurinn Moise Kean kom gestunum í 3-1 með skallamarki aðeins fimm mínútum síðar eftir góða fyrirgjöf Leandro Paredes úr aukaspyrnu. Mbappe gets the better of Messi again pic.twitter.com/AbpTjfnV7c— B/R Football (@brfootball) February 16, 2021 Mbappé fullkomnaði svo þrennu sína og niðurlægingu Börsunga er hann skoraði fjórða mark gestanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Hann átti afgreiddi knöttinn þá snyrtilega í fjærhornið eftir sendingu Julian Draxler. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram 10. mars næstkomandi og ljóst er að Barcelona þarf enn og aftur á kraftaverki að halda gegn Parísarliðinu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu
Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld. Liðin tvö eiga eitt sögufrægasta einvígi í sögu Meistaradeildar Evrópu þar sem Börsungar komu á einhvern ótrúlegan hátt til baka eftir að hafa verið 4-0 undir eftir fyrri leik liðanna. Síðari leiknum lauk með 6-1 sigri Barcelona og einum magnaðasta leik í manna minnum. Börsungar þurfa á slíku kraftaverki að halda nú eftir að hafa fengið það óþvegið á eigin heimavelli í kvöld. Þá vakti athygli að tveir fyrrum þjálfarar Southampton voru að mætast í kvöld en bæði Ronald Koeman og Mauricio Pochettino stýrðu enska liðinu á sínum tíma. Hvað varðar leikinn sjálfan þá voru tveir af bestu leikmönnum heims í sviðsljósinu. Lionel Messi kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar rétt tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Frenkie De Jong var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Keylor Navas fór í rétt horn en að dugði ekki til. 17 - Lionel Messi has scored in the @ChampionsLeague for the 17th consecutive year (2005-2021), equaling Raúl González s record (1995-2011). Infallible. pic.twitter.com/pXEhIq7Tcr— OptaJose (@OptaJose) February 16, 2021 Ousmane Dembélé fékk svo dauðafæri skömmu síðar er PSG missti boltann í öftustu línu og Messi kom boltanum á Frakkann sem átti laust skot beint á Navas. Gestirnir jöfnuðu metin svo skömmu síðar. Það gerði franska stórstjarnan Kylian Mbappé eftir magnaðan undirbúning Marco Veratti og staðan því 1-1, þannig var hún enn er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var eign PSG og þá sérstaklega Mbappé. Pochettino passaði sig líka en hann kippti Idrissa Gana Gueye út af en hann var á gulu spjaldi eftir fjölda tæklinga í fyrri hálfleiknum. Það var hins vegar Mbappé sem stal fyrirsögnunum en hann kom París yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lánsmaðurinn Moise Kean kom gestunum í 3-1 með skallamarki aðeins fimm mínútum síðar eftir góða fyrirgjöf Leandro Paredes úr aukaspyrnu. Mbappe gets the better of Messi again pic.twitter.com/AbpTjfnV7c— B/R Football (@brfootball) February 16, 2021 Mbappé fullkomnaði svo þrennu sína og niðurlægingu Börsunga er hann skoraði fjórða mark gestanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Hann átti afgreiddi knöttinn þá snyrtilega í fjærhornið eftir sendingu Julian Draxler. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram 10. mars næstkomandi og ljóst er að Barcelona þarf enn og aftur á kraftaverki að halda gegn Parísarliðinu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti