„Gaur sem er að bíða eftir þér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2021 17:03 Morðið var framið á laugardagskvöld í Rauðagerði. Vísir/Vilhelm Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. Fjórir eru í haldi lögreglu en auk þess hefur lögregla rætt við fjölda vitna að sögn Margeirs. Óhætt er að segja að lögregla haldi spilunum þétt að sér varðandi rannsókn morðsins sem vakið hefur óhug í íslensku samfélagi. Karlmanni var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt á laugardagskvöld með skotvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn látni skotinn mörgum skotum þar á meðal í höfuðið. Margeir segir rannsókn málsins í upphafi hafa leitt lögreglu til karlmanns sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur karlmaður frá Litháen og var handtekinn í íbúð í Garðabæ sem annar karlmaður, sem handtekinn var í gærkvöldi ásamt tveimur erlendum karlmönnum, hefur til umráða. Sá hefur verið titlaður fíkniefnabarónn af lögreglu og nýlegur leki á gögnum í lögreglurannsókn benda til þess að hann hafi verið upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Hótun í skilaboðum Fréttablaðið segir í umfjöllun um málið í dag að hinn meinti fíkniefnabarónn hafi haft öryggis síns vegna hóp erlendra karlmanna í kringum sig eftir að gagnalekann. Þá hefur blaðið undir höndum skilaboð frá honum til margdæmds glæpamanns sem hann grunar um að hafa lekið gögnunum. Ljóst er að gagnalekinn setti fíkniefnabaróninn meinta í erfiða stöðu enda ekki vinsælt í undirheimum að veita lögreglu upplýsingar. Mennirnir voru áður vinir og má sjá myndir af þeim tveimur í góðum gír á Facebook áður en kastaðist í kekki milli þeirra. Fréttablaðið segir að skilaboðin hafi verið send fyrir um tveimur vikum. Þar segist hinn meinti fíkniefnabarónn hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum mannsins og sé því nauðugur kostur að gera honum illt. Skilaboðunum fylgdu, að sögn Fréttablaðsins, mynd af Litháanum sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði og skilaboðin: „Gaur sem er að bíða eftir þér“. Nú tveimur vikum síðar situr karlmaðurinn frá Litháen í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna morðsins á albanska karlmanninum. Litháinn mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera búsettur á Spáni en meintur fíkniefnabarón dvelur stóran hluta ársins í sólinni þar syðra. Rætt við fjölda manns Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn veitir litlar upplýsingar um málið í samtali við fréttastofu. Karlmennirnir þrír sem handteknir voru í gærkvöldi eru enn í haldi til viðbótar við Litháann sem er í gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins.Vísir/ArnarHalldórs „Við erum búnir að ræða við fjölda manns, vitni,“ segir Margeir. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað liðsinnis embætta innanlands sem erlendis. Rannsóknin teygi sig þó enn sem komið er ekki út fyrir landsteinana að sögn Margeirs. Lögregla hafi lagt hald á einhverja muni við rannsókn sína en vill ekki segja til um hvort morðvopnið sé þeirra á meðal. Svör Margeirs við öðrum spurningum fréttastofu eru á sama hátt. „Ég ætla ekki að tjá mig um það.“ Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Fjórir eru í haldi lögreglu en auk þess hefur lögregla rætt við fjölda vitna að sögn Margeirs. Óhætt er að segja að lögregla haldi spilunum þétt að sér varðandi rannsókn morðsins sem vakið hefur óhug í íslensku samfélagi. Karlmanni var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt á laugardagskvöld með skotvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn látni skotinn mörgum skotum þar á meðal í höfuðið. Margeir segir rannsókn málsins í upphafi hafa leitt lögreglu til karlmanns sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur karlmaður frá Litháen og var handtekinn í íbúð í Garðabæ sem annar karlmaður, sem handtekinn var í gærkvöldi ásamt tveimur erlendum karlmönnum, hefur til umráða. Sá hefur verið titlaður fíkniefnabarónn af lögreglu og nýlegur leki á gögnum í lögreglurannsókn benda til þess að hann hafi verið upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Hótun í skilaboðum Fréttablaðið segir í umfjöllun um málið í dag að hinn meinti fíkniefnabarónn hafi haft öryggis síns vegna hóp erlendra karlmanna í kringum sig eftir að gagnalekann. Þá hefur blaðið undir höndum skilaboð frá honum til margdæmds glæpamanns sem hann grunar um að hafa lekið gögnunum. Ljóst er að gagnalekinn setti fíkniefnabaróninn meinta í erfiða stöðu enda ekki vinsælt í undirheimum að veita lögreglu upplýsingar. Mennirnir voru áður vinir og má sjá myndir af þeim tveimur í góðum gír á Facebook áður en kastaðist í kekki milli þeirra. Fréttablaðið segir að skilaboðin hafi verið send fyrir um tveimur vikum. Þar segist hinn meinti fíkniefnabarónn hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum mannsins og sé því nauðugur kostur að gera honum illt. Skilaboðunum fylgdu, að sögn Fréttablaðsins, mynd af Litháanum sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði og skilaboðin: „Gaur sem er að bíða eftir þér“. Nú tveimur vikum síðar situr karlmaðurinn frá Litháen í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna morðsins á albanska karlmanninum. Litháinn mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera búsettur á Spáni en meintur fíkniefnabarón dvelur stóran hluta ársins í sólinni þar syðra. Rætt við fjölda manns Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn veitir litlar upplýsingar um málið í samtali við fréttastofu. Karlmennirnir þrír sem handteknir voru í gærkvöldi eru enn í haldi til viðbótar við Litháann sem er í gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins.Vísir/ArnarHalldórs „Við erum búnir að ræða við fjölda manns, vitni,“ segir Margeir. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað liðsinnis embætta innanlands sem erlendis. Rannsóknin teygi sig þó enn sem komið er ekki út fyrir landsteinana að sögn Margeirs. Lögregla hafi lagt hald á einhverja muni við rannsókn sína en vill ekki segja til um hvort morðvopnið sé þeirra á meðal. Svör Margeirs við öðrum spurningum fréttastofu eru á sama hátt. „Ég ætla ekki að tjá mig um það.“
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34