Fá táningarnir tveir að spila fyrir Man. Utd í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Manchester United keypti Amad Diallo frá Atalanta í vetur. Getty/Martin Rickett Ole Gunnar Solskjær hefur gefið í skyn að tveir táningar gætu þreytt frumraun sína fyrir Manchester United í dag þegar liðið mætir Adnan Januzaj og félögum í Real Sociedad, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sjá meira