Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 10:23 Bláfjöll í blíðu Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. Tímasetningin á breytingunum er áhugaverð enda er von á því að fjölmargir á höfuðborgarsvæðinu flykkist út á land um helgina ef þeir eru ekki þegar komnir þangað. Vetrarfrí í grunnskólum í Kópavogi, næstfjölmennasta sveitarfélagi landsins, stendur yfir. Þá er vetrarfrí í Reykjavík að hefjast. Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri síðustu helgi og mikið álag var á bókunarkerfi í fjallinu í gær, svo mikið að það hrundi á tímabil. Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12 verður tekinn púlsinn í Hlíðarfjalli á Akureyri en nýjar reglur komu framkvæmdastjóra skíðasvæðisins í opna skjöldu í morgun. Tuttugu að hámarki í skíðaskálunum Eftir breytingarnar mega skíðasvæðin taka við helmingi þess fjölda sem svæðin hafa leyfi fyrir. Nándarmörk eru áfram tveir metrar. Tryggja þarf að þeir sem eru einir á ferð komist einir í stólalyftu. Tengdir aðilar geta farið saman í lyfturnar. Í tilefni nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi í dag þá megum við taka við fleiri gestum í fjallið og einnig opnar veitingasalan hjá okkur. Það verður opið í dag á milli 12:00-18:00.Posted by Skíðasvæði Dalvíkur on Friday, February 19, 2021 Veitingasölu má opna á skíðasvæðum en skíðafólk hvatt til að hafa með sér nesti og borða það í bílum sínum eða í snjónum. Þá eru salerni opin en minnt á grímuskyldu á salernum. Skíðaskálar eru opnir en að hámarki tuttugu mega vera í hverju rými. ATH! Rétt í þessu tóku í gildi nýjar sóttvarnarreglur og erum við kominn í 50% afköst á svæðinu! Góðan daginn og...Posted by Skíðasvæði Tindastóls on Friday, February 19, 2021 Nýjar reglur má lesa að neðan, og nánar á vef Landlæknis, en um er að ræða svokallaða leið 4 sem tekur gildi í dag. Nýjar reglur Leyfilegur hámarksfjöldi á hverjum tíma á skíðasvæðunum er nú eftir breytingu 50 prósent af reiknaðri móttökugetu hvers svæðis. Aukið eftirlit er með fjölda á hverju svæði og ef útlit er fyrir að fjöldi sé kominn að hámarki þá verða upplýsingar umsvifalaust birtar á upplýsingamiðlum skíðasvæðanna og aðgangur að svæðinu lokað tímabundið. Hvert svæði birtir á vef sínum upplýsingar um hámarksmóttöku og reiknað hlutfall gesta sem er leyfilegur á hverjum tíma. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með nema um æfingar eða keppni sé að ræða, þá gildir 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 123/2021. Nándarmörk eru skv. ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins (HRN), 2 metrar. Tryggt að þeir sem eru einir á ferð komist einir í stól og gert kleift að halda nándarmörk á milli ótengdra aðila, tengdir aðilar geta ferðast saman. Upplýsingamiðlun til skíðamanna er meiri en í venjulegu árferði og skíðamenn eru beðnir að afla sér upplýsinga um aðgengi að skíðasvæði áður en haldið er af stað. Ekki er víst að allir komist á skíði þegar þeim hentar best. Salerni eru opin. Grímuskylda er á salernum. Veitingasala er opin samkvæmt núgildandi reglugerð ráðuneytisins, sjá nánar að neðan. Skíðamenn eru hvattir til að hafa með sér nesti og neyta þess í sínum farartækjum eða úti í snjónum. Skíðaæfingar og skíðanámskeið fylgja reglum HRN sem settar hafa verið um íþróttir. Tveggja metra merkingar um nándarmörk eru staðsettar við byrjun raðar í hverri skíðalyftu. Skíðaskálar eru opnir. 20 manns mega að hámarki vera saman í rými á hverjum tíma. Nánari leiðbeiningar má sjá að neðan. Nánari leiðbeiningar fyrir leið 4 1. Skíðaskálar: Salerni, veitingasala, kortasala, skíðaleiga, móttaka Grímuskylda. Leiðbeiningar um hreinlæti og sóttvarnir sýnilegar á salernum. Upplýsingar um hámarksfjölda á salerni er skráður á vegg við inngang (2ja metra regla gildir). Handsápa og spritt á salernum og upplýsingar á vegg um leyfilegan hámarksfjölda á salernum. Þrif fara fram a.m.k. tvisvar á dag og kvittað fyrir þeim. Veitingasala er heimil. Gestir í rými mega ekki vera fleiri en 20. Heimilt er að selja veitingar úr húsi/farartæki til gesta sem mynda röð undir beru lofti. Gæta þarf að 2ja metra nándarmökum í röð gesta. Við kortasölu eru reglur um nándarmörk skýr og merkt þannig að allir geti fylgt þeim. Sóttvarnalæknir hvetur til þess að kortasala fari fram á netinu. 2. Skíðaleiga er opin Grímuskylda starfsmanna og skíðamanna. Nándarmörk á milli viðskiptavina eru 2 metrar. Snertifletir þrifnir á milli viðskiptavina og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja leigu. 3. Lyftur og samskipti við lyftuvörð 2ja metra regla um nándarmörk í lyfturöðum. Starfsmenn við lyftur og skíðamenn beri grímur ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra nándarmörk. Snertifletir þrifnir eftir daginn. 4. Gönguskíðabrautin og samskipti í braut Einstefna er merkt í fjölförnum brautum. Reglur sýnilegar um að fólk sé ekki að stoppa í braut að óþörfu og forðist hópamyndun. 5. Smuraðstaða gönguskíðamanna er opin ef hægt er að tryggja 2ja metra nándarmörk og sótthreinsun á búnaði á milli þeirra sem nota aðstöðuna. Grímuskylda innandyra. 6. Starfsfólk, þjálfarar og foreldrar Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk. Grunnfræðsla um sóttvarnir og hvernig þeim er háttað í hópi. 7. Æfingar/námskeið Ákvæði 3. og 4. gr. reglugerðar um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímunotkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar og eru æfingar barna heimilar, sem og starfsemi skíðaskóla fyrir börn. Ekki mega vera fleiri en 50 saman í hópi. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns saman í útivistarhópi og á það við í skíðagöngu og í brekkum. 8. Keppnishald (keppendur og áhorfendur), svig og ganga, fullorðnir og börn og aðrir stórir viðburðir Samkvæmt reglum HRN og ÍSÍ á hverjum tíma um keppnishald. 9. Sóttvarnir þegar slys eða meiðsli verða Starfsfólk meðvitað um hreinlæti fyrir og eftir snertingu ef hennar er þörf í slysi. Fyllsta hreinlætis gætt í slysum og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja notkun. Fylgja leiðbeiningum um fyrstu hjálp og leiðbeiningum um sóttvarnir. 10. Upplýsingamiðlun Samstillt upplýsingamiðlun fyrir skíðasvæðin er á www.covid.is og upplýsingar er varða einstök skíðasvæði eru birt á miðlum hvers skíðasvæðis. Gætt er að samráði hlutaðeigandi við miðlun upplýsinga frá skíðasvæðum, s.s. við HRN, SVL og ÍSÍ Fréttin hefur verið uppfærð. Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Tímasetningin á breytingunum er áhugaverð enda er von á því að fjölmargir á höfuðborgarsvæðinu flykkist út á land um helgina ef þeir eru ekki þegar komnir þangað. Vetrarfrí í grunnskólum í Kópavogi, næstfjölmennasta sveitarfélagi landsins, stendur yfir. Þá er vetrarfrí í Reykjavík að hefjast. Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri síðustu helgi og mikið álag var á bókunarkerfi í fjallinu í gær, svo mikið að það hrundi á tímabil. Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12 verður tekinn púlsinn í Hlíðarfjalli á Akureyri en nýjar reglur komu framkvæmdastjóra skíðasvæðisins í opna skjöldu í morgun. Tuttugu að hámarki í skíðaskálunum Eftir breytingarnar mega skíðasvæðin taka við helmingi þess fjölda sem svæðin hafa leyfi fyrir. Nándarmörk eru áfram tveir metrar. Tryggja þarf að þeir sem eru einir á ferð komist einir í stólalyftu. Tengdir aðilar geta farið saman í lyfturnar. Í tilefni nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi í dag þá megum við taka við fleiri gestum í fjallið og einnig opnar veitingasalan hjá okkur. Það verður opið í dag á milli 12:00-18:00.Posted by Skíðasvæði Dalvíkur on Friday, February 19, 2021 Veitingasölu má opna á skíðasvæðum en skíðafólk hvatt til að hafa með sér nesti og borða það í bílum sínum eða í snjónum. Þá eru salerni opin en minnt á grímuskyldu á salernum. Skíðaskálar eru opnir en að hámarki tuttugu mega vera í hverju rými. ATH! Rétt í þessu tóku í gildi nýjar sóttvarnarreglur og erum við kominn í 50% afköst á svæðinu! Góðan daginn og...Posted by Skíðasvæði Tindastóls on Friday, February 19, 2021 Nýjar reglur má lesa að neðan, og nánar á vef Landlæknis, en um er að ræða svokallaða leið 4 sem tekur gildi í dag. Nýjar reglur Leyfilegur hámarksfjöldi á hverjum tíma á skíðasvæðunum er nú eftir breytingu 50 prósent af reiknaðri móttökugetu hvers svæðis. Aukið eftirlit er með fjölda á hverju svæði og ef útlit er fyrir að fjöldi sé kominn að hámarki þá verða upplýsingar umsvifalaust birtar á upplýsingamiðlum skíðasvæðanna og aðgangur að svæðinu lokað tímabundið. Hvert svæði birtir á vef sínum upplýsingar um hámarksmóttöku og reiknað hlutfall gesta sem er leyfilegur á hverjum tíma. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með nema um æfingar eða keppni sé að ræða, þá gildir 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 123/2021. Nándarmörk eru skv. ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins (HRN), 2 metrar. Tryggt að þeir sem eru einir á ferð komist einir í stól og gert kleift að halda nándarmörk á milli ótengdra aðila, tengdir aðilar geta ferðast saman. Upplýsingamiðlun til skíðamanna er meiri en í venjulegu árferði og skíðamenn eru beðnir að afla sér upplýsinga um aðgengi að skíðasvæði áður en haldið er af stað. Ekki er víst að allir komist á skíði þegar þeim hentar best. Salerni eru opin. Grímuskylda er á salernum. Veitingasala er opin samkvæmt núgildandi reglugerð ráðuneytisins, sjá nánar að neðan. Skíðamenn eru hvattir til að hafa með sér nesti og neyta þess í sínum farartækjum eða úti í snjónum. Skíðaæfingar og skíðanámskeið fylgja reglum HRN sem settar hafa verið um íþróttir. Tveggja metra merkingar um nándarmörk eru staðsettar við byrjun raðar í hverri skíðalyftu. Skíðaskálar eru opnir. 20 manns mega að hámarki vera saman í rými á hverjum tíma. Nánari leiðbeiningar má sjá að neðan. Nánari leiðbeiningar fyrir leið 4 1. Skíðaskálar: Salerni, veitingasala, kortasala, skíðaleiga, móttaka Grímuskylda. Leiðbeiningar um hreinlæti og sóttvarnir sýnilegar á salernum. Upplýsingar um hámarksfjölda á salerni er skráður á vegg við inngang (2ja metra regla gildir). Handsápa og spritt á salernum og upplýsingar á vegg um leyfilegan hámarksfjölda á salernum. Þrif fara fram a.m.k. tvisvar á dag og kvittað fyrir þeim. Veitingasala er heimil. Gestir í rými mega ekki vera fleiri en 20. Heimilt er að selja veitingar úr húsi/farartæki til gesta sem mynda röð undir beru lofti. Gæta þarf að 2ja metra nándarmökum í röð gesta. Við kortasölu eru reglur um nándarmörk skýr og merkt þannig að allir geti fylgt þeim. Sóttvarnalæknir hvetur til þess að kortasala fari fram á netinu. 2. Skíðaleiga er opin Grímuskylda starfsmanna og skíðamanna. Nándarmörk á milli viðskiptavina eru 2 metrar. Snertifletir þrifnir á milli viðskiptavina og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja leigu. 3. Lyftur og samskipti við lyftuvörð 2ja metra regla um nándarmörk í lyfturöðum. Starfsmenn við lyftur og skíðamenn beri grímur ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra nándarmörk. Snertifletir þrifnir eftir daginn. 4. Gönguskíðabrautin og samskipti í braut Einstefna er merkt í fjölförnum brautum. Reglur sýnilegar um að fólk sé ekki að stoppa í braut að óþörfu og forðist hópamyndun. 5. Smuraðstaða gönguskíðamanna er opin ef hægt er að tryggja 2ja metra nándarmörk og sótthreinsun á búnaði á milli þeirra sem nota aðstöðuna. Grímuskylda innandyra. 6. Starfsfólk, þjálfarar og foreldrar Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk. Grunnfræðsla um sóttvarnir og hvernig þeim er háttað í hópi. 7. Æfingar/námskeið Ákvæði 3. og 4. gr. reglugerðar um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímunotkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar og eru æfingar barna heimilar, sem og starfsemi skíðaskóla fyrir börn. Ekki mega vera fleiri en 50 saman í hópi. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns saman í útivistarhópi og á það við í skíðagöngu og í brekkum. 8. Keppnishald (keppendur og áhorfendur), svig og ganga, fullorðnir og börn og aðrir stórir viðburðir Samkvæmt reglum HRN og ÍSÍ á hverjum tíma um keppnishald. 9. Sóttvarnir þegar slys eða meiðsli verða Starfsfólk meðvitað um hreinlæti fyrir og eftir snertingu ef hennar er þörf í slysi. Fyllsta hreinlætis gætt í slysum og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja notkun. Fylgja leiðbeiningum um fyrstu hjálp og leiðbeiningum um sóttvarnir. 10. Upplýsingamiðlun Samstillt upplýsingamiðlun fyrir skíðasvæðin er á www.covid.is og upplýsingar er varða einstök skíðasvæði eru birt á miðlum hvers skíðasvæðis. Gætt er að samráði hlutaðeigandi við miðlun upplýsinga frá skíðasvæðum, s.s. við HRN, SVL og ÍSÍ Fréttin hefur verið uppfærð.
Nánari leiðbeiningar fyrir leið 4 1. Skíðaskálar: Salerni, veitingasala, kortasala, skíðaleiga, móttaka Grímuskylda. Leiðbeiningar um hreinlæti og sóttvarnir sýnilegar á salernum. Upplýsingar um hámarksfjölda á salerni er skráður á vegg við inngang (2ja metra regla gildir). Handsápa og spritt á salernum og upplýsingar á vegg um leyfilegan hámarksfjölda á salernum. Þrif fara fram a.m.k. tvisvar á dag og kvittað fyrir þeim. Veitingasala er heimil. Gestir í rými mega ekki vera fleiri en 20. Heimilt er að selja veitingar úr húsi/farartæki til gesta sem mynda röð undir beru lofti. Gæta þarf að 2ja metra nándarmökum í röð gesta. Við kortasölu eru reglur um nándarmörk skýr og merkt þannig að allir geti fylgt þeim. Sóttvarnalæknir hvetur til þess að kortasala fari fram á netinu. 2. Skíðaleiga er opin Grímuskylda starfsmanna og skíðamanna. Nándarmörk á milli viðskiptavina eru 2 metrar. Snertifletir þrifnir á milli viðskiptavina og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja leigu. 3. Lyftur og samskipti við lyftuvörð 2ja metra regla um nándarmörk í lyfturöðum. Starfsmenn við lyftur og skíðamenn beri grímur ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra nándarmörk. Snertifletir þrifnir eftir daginn. 4. Gönguskíðabrautin og samskipti í braut Einstefna er merkt í fjölförnum brautum. Reglur sýnilegar um að fólk sé ekki að stoppa í braut að óþörfu og forðist hópamyndun. 5. Smuraðstaða gönguskíðamanna er opin ef hægt er að tryggja 2ja metra nándarmörk og sótthreinsun á búnaði á milli þeirra sem nota aðstöðuna. Grímuskylda innandyra. 6. Starfsfólk, þjálfarar og foreldrar Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk. Grunnfræðsla um sóttvarnir og hvernig þeim er háttað í hópi. 7. Æfingar/námskeið Ákvæði 3. og 4. gr. reglugerðar um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímunotkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar og eru æfingar barna heimilar, sem og starfsemi skíðaskóla fyrir börn. Ekki mega vera fleiri en 50 saman í hópi. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns saman í útivistarhópi og á það við í skíðagöngu og í brekkum. 8. Keppnishald (keppendur og áhorfendur), svig og ganga, fullorðnir og börn og aðrir stórir viðburðir Samkvæmt reglum HRN og ÍSÍ á hverjum tíma um keppnishald. 9. Sóttvarnir þegar slys eða meiðsli verða Starfsfólk meðvitað um hreinlæti fyrir og eftir snertingu ef hennar er þörf í slysi. Fyllsta hreinlætis gætt í slysum og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja notkun. Fylgja leiðbeiningum um fyrstu hjálp og leiðbeiningum um sóttvarnir. 10. Upplýsingamiðlun Samstillt upplýsingamiðlun fyrir skíðasvæðin er á www.covid.is og upplýsingar er varða einstök skíðasvæði eru birt á miðlum hvers skíðasvæðis. Gætt er að samráði hlutaðeigandi við miðlun upplýsinga frá skíðasvæðum, s.s. við HRN, SVL og ÍSÍ
Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira