Símon Sigvaldason metinn hæfastur í Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 10:35 Símon hefur mikla reynslu af dómstörfum og hefur verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. Vísir Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01