Sænskur atvinnukylfingur segir frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir sem barn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2021 12:30 Madelene Sagstrom er í 62. sæti heimslistans í golfi. getty/jack thomas Sænski kylfingurinn Madelene Sagström var misnotuð kynferðislega þegar hún var barn. Hún segir að golfið hafi hjálpað sér að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Sagström segir sögu sína á heimasíðu LPGA-mótaraðarinnar í dag. Hún hefur átt þátttökurétt á mótaröðinni síðan 2017 og unnið eitt mót á henni. Sagström var misnotuð af vini sínum þegar hún var sjö ára. Hún sagði ekki frá ofbeldinu fyrr en sextán árum síðar. Í mars 2016 var hún á hótelherbergi í Suður-Karólínu að undirbúa sig fyrir mót á Symetra-mótaröðinn þegar hún sagði læriföður sínum, Robert Karlsson, frá misnotkuninni. „Þegar ég ólst upp í Svíþjóð hélt ég að ég gæti treyst öllum. Ég hélt að allir ættu að vera vinir mínir. Ég hékk mikið með bróður mínum þegar við vorum krakkar og margir vina okkar voru eldra fólk sem bjó hjá okkur í sveitinni um klukkutíma frá Stokkhólmi,“ sagði Sagström. „Dag einn fór ég til vinar, manns sem var ekki skyldmenni. Ég fór inn til hans, við héngum saman og hann misnotaði mig. Ég var sjö ára. Eftir þetta fór ég heim. Í sextán ár lét ég eins og ekkert hefði gerst.“ Sagström lýsir golfinu sem bjargvætti sínum og segir að þegar henni hafi gengið vel úti á golfvellinum hafi henni fundist allt vera í lagi. En það var ekki allt í lagi. „Það sem ég áttaði mig ekki á var að ég var ekki ánægð með það hver ég var. Ég var óörugg, fannst ég aldrei vera nógu verðug eða góð. Ég var ekki ánægð með þá manneskju sem ég sá í speglinum. Ég gat ekki einu sinni borið krem á fæturna á mér vegna þess hversu mikið ég hataði líkama minn, sjálfa mig, allt vegna þess sem einhver annar gerði við mig,“ sagði Sagström. Robert Karlsson er mikill áhrifavaldur í lífi Sagströms.getty/Steve Dykes Hún segist aldrei hafa viljað segja frá ofbeldinu sem hún var beitt og hélt að það væri í lagi. En það breyttist 2016 þegar hún kynntist Karlsson. Og á endanum sagði hún honum frá, á hótelherberginu í Suður-Karólínu. „Ég sagði honum að ég hefði verið misnotuð sem barn. Þegar hann horfði á mig, bæði í áfalli og með hluttekningu, hrundi veröld mín. Ég grét stjórnlaust. Sextán ár af leyndarmálum flæddu út með hverju tári og hverri andköf,“ sagði Sagström. „Ég hafði ekki hugmynd um hvaða áhrif það að vera misnotuð af manni sem ég treysti hafði raunverulega áhrif á mig. Öll þessi ár kenndi ég sjálfri mér um. Ég hataði sjálfa mig og fyrirleit líkama minn, meiddi sjálfa mig bæði andlega og líkamlega. Þessi dagur vofði yfir mér. Ég fékk martraðir um þetta og gerði allt til að flýja þetta.“ Sagström hefur unnið eitt mót á LPGA-mótaröðinni.getty/Jeff Gross Sagström segir að besta ákvörðun sem hún hafi tekið hafi verið að segja Karlsson frá ofbeldinu sem hún var beitt. Og eftir að hafa deilt sögu sinni með honum hafi henni fundist hún vera frjáls og það hafi ekki verið tilviljun hversu vel hún spilaði tímabilið 2016. „Þegar ég var sjö ára gerðist svolítið hræðilegt fyrir mig. Þetta var atvik sem hræddi mig og mótaði sjálfsmynd mína alltof lengi. Besta ákvörðun sem ég hef tekið var að deila leyndarmáli mínu með læriföður mínum og vini, Robert Karlsson, á hótelherberginu. Síðan hef ég sagt við fólkið í kringum að eftir að ég sagði frá leyndarmálinu molnuðu allir veggir í kringum mig,“ sagði Sagström. Hún vonast til að saga hennar geti hjálpað öðrum sem hafa lent í svipuðu áfalli og hún. „Sem afreksíþróttamaður hef ég sýnileikann til að hafa áhrif og tengjast öðrum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ef ég snerti eitt líf með því að segja sögu mína var það þess virði.“ Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sagström segir sögu sína á heimasíðu LPGA-mótaraðarinnar í dag. Hún hefur átt þátttökurétt á mótaröðinni síðan 2017 og unnið eitt mót á henni. Sagström var misnotuð af vini sínum þegar hún var sjö ára. Hún sagði ekki frá ofbeldinu fyrr en sextán árum síðar. Í mars 2016 var hún á hótelherbergi í Suður-Karólínu að undirbúa sig fyrir mót á Symetra-mótaröðinn þegar hún sagði læriföður sínum, Robert Karlsson, frá misnotkuninni. „Þegar ég ólst upp í Svíþjóð hélt ég að ég gæti treyst öllum. Ég hélt að allir ættu að vera vinir mínir. Ég hékk mikið með bróður mínum þegar við vorum krakkar og margir vina okkar voru eldra fólk sem bjó hjá okkur í sveitinni um klukkutíma frá Stokkhólmi,“ sagði Sagström. „Dag einn fór ég til vinar, manns sem var ekki skyldmenni. Ég fór inn til hans, við héngum saman og hann misnotaði mig. Ég var sjö ára. Eftir þetta fór ég heim. Í sextán ár lét ég eins og ekkert hefði gerst.“ Sagström lýsir golfinu sem bjargvætti sínum og segir að þegar henni hafi gengið vel úti á golfvellinum hafi henni fundist allt vera í lagi. En það var ekki allt í lagi. „Það sem ég áttaði mig ekki á var að ég var ekki ánægð með það hver ég var. Ég var óörugg, fannst ég aldrei vera nógu verðug eða góð. Ég var ekki ánægð með þá manneskju sem ég sá í speglinum. Ég gat ekki einu sinni borið krem á fæturna á mér vegna þess hversu mikið ég hataði líkama minn, sjálfa mig, allt vegna þess sem einhver annar gerði við mig,“ sagði Sagström. Robert Karlsson er mikill áhrifavaldur í lífi Sagströms.getty/Steve Dykes Hún segist aldrei hafa viljað segja frá ofbeldinu sem hún var beitt og hélt að það væri í lagi. En það breyttist 2016 þegar hún kynntist Karlsson. Og á endanum sagði hún honum frá, á hótelherberginu í Suður-Karólínu. „Ég sagði honum að ég hefði verið misnotuð sem barn. Þegar hann horfði á mig, bæði í áfalli og með hluttekningu, hrundi veröld mín. Ég grét stjórnlaust. Sextán ár af leyndarmálum flæddu út með hverju tári og hverri andköf,“ sagði Sagström. „Ég hafði ekki hugmynd um hvaða áhrif það að vera misnotuð af manni sem ég treysti hafði raunverulega áhrif á mig. Öll þessi ár kenndi ég sjálfri mér um. Ég hataði sjálfa mig og fyrirleit líkama minn, meiddi sjálfa mig bæði andlega og líkamlega. Þessi dagur vofði yfir mér. Ég fékk martraðir um þetta og gerði allt til að flýja þetta.“ Sagström hefur unnið eitt mót á LPGA-mótaröðinni.getty/Jeff Gross Sagström segir að besta ákvörðun sem hún hafi tekið hafi verið að segja Karlsson frá ofbeldinu sem hún var beitt. Og eftir að hafa deilt sögu sinni með honum hafi henni fundist hún vera frjáls og það hafi ekki verið tilviljun hversu vel hún spilaði tímabilið 2016. „Þegar ég var sjö ára gerðist svolítið hræðilegt fyrir mig. Þetta var atvik sem hræddi mig og mótaði sjálfsmynd mína alltof lengi. Besta ákvörðun sem ég hef tekið var að deila leyndarmáli mínu með læriföður mínum og vini, Robert Karlsson, á hótelherberginu. Síðan hef ég sagt við fólkið í kringum að eftir að ég sagði frá leyndarmálinu molnuðu allir veggir í kringum mig,“ sagði Sagström. Hún vonast til að saga hennar geti hjálpað öðrum sem hafa lent í svipuðu áfalli og hún. „Sem afreksíþróttamaður hef ég sýnileikann til að hafa áhrif og tengjast öðrum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ef ég snerti eitt líf með því að segja sögu mína var það þess virði.“
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira