Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar.
Stærsti kostnaðarliður ríkisins vegna málsins er kostnaður Landsréttar vegna settra dómara í fjarveru fjögurra dómara í leyfi frá réttinum. Sá kostnaður nam rúmum 73 milljónum króna í árslok 2020.
Þá borgaði ríkið 36 milljónir króna í sérfræðiráðgjöf í aðdraganda og í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og yfirdeildar dómstólsins í málinu.