„Súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 10:31 Jürgen Klopp og Alisson Becker í síðustu skrúðgöngu Liverpool liðsins eftir sigur í Meistaradeildinni í júní 2019. Getty/ Paul Cooper Væntanleg sigurhátíð Liverpool fólks í sumar var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag en Liverpool missti í fyrra af möguleikanum til að halda upp á fyrsta enska meistaratitil sinn í þrjátíu ár. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira