Solskjær heldur sambandi við Haaland: Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 11:00 Erling Braut Haaland virðist vera á hárréttri braut. Getty/Lars Baron Ole Gunnar Solskjær segist enn vera í sambandi við Erling Braut Haaland, markahrókinn magnaða sem að Solskjær stýrði hjá Molde í Noregi á sínum tíma. Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira
Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira