Konur hafa áhyggjur af því að HPV-neikvæð krabbamein greinist ekki við skimun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2021 20:01 SurePath sýnatökupinni og -glas eins og verða notuð við leghálsskimunina. BD Konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn eftir að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi skimunar eftir leghálskrabbameinum. HPV-neikvæð krabbamein munu því ekki finnast við skimun 30 ára og eldri. Gamla fyrirkomulag leghálsskimana fól í sér frumurannsókn og ef breytingar fundust, var HPV veirumæling gerð í kjölfarið. Eftir að heilsugæslan tók við verkefninu og ferlið var endurskoðað verða sýni úr 23 til 29 ára konum frumuskoðuð en konur á aldrinum 30 til 64 ára eru HPV mældar og fá bara frumuskoðun ef þær mælast HPV-jákvæðar. Í Facebook hópnum Aðför að heilsu kvenna hafa nokkrar konur stigið fram og greint frá því að hafa greinst með alvarlegar frumubreytingar eða krabbamein, án þess að hafa greinst með HPV. Samkvæmt erlendum rannsóknum má ætla að tíðni svokallaðra HPV-neikvæðra krabbameina sé í kringum fimm prósent. Konur spyrja sig nú að því hvort þessi krabbamein finnist nokkuð fyrr en það er orðið of seint. Kristján Oddsson, verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, staðfestir að konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn til viðbótar við HPV mælingu. Bendir hann á að skimanir séu lýðgrunduð aðgerð, þar sem ákvarðanir miðast við hópa en ekki einstaklinga. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega samráðsleysi við konur. „Mér finnst þetta kannski til marks um það, eins og annað í þessu ferli, að það hafi einhvern veginn ekki verið hlustað á raddir kvenna. Maður sér það að það eru að koma upp ótal spurningar. Svörin eru bæði sein og óljós og mér finnst þetta vera enn eitt dæmið til marks um það að konur standa einhvern veginn uppi half ráðalausar í kjölfar þessara breytinga.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Gamla fyrirkomulag leghálsskimana fól í sér frumurannsókn og ef breytingar fundust, var HPV veirumæling gerð í kjölfarið. Eftir að heilsugæslan tók við verkefninu og ferlið var endurskoðað verða sýni úr 23 til 29 ára konum frumuskoðuð en konur á aldrinum 30 til 64 ára eru HPV mældar og fá bara frumuskoðun ef þær mælast HPV-jákvæðar. Í Facebook hópnum Aðför að heilsu kvenna hafa nokkrar konur stigið fram og greint frá því að hafa greinst með alvarlegar frumubreytingar eða krabbamein, án þess að hafa greinst með HPV. Samkvæmt erlendum rannsóknum má ætla að tíðni svokallaðra HPV-neikvæðra krabbameina sé í kringum fimm prósent. Konur spyrja sig nú að því hvort þessi krabbamein finnist nokkuð fyrr en það er orðið of seint. Kristján Oddsson, verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, staðfestir að konur geta ekki óskað eftir frumurannsókn til viðbótar við HPV mælingu. Bendir hann á að skimanir séu lýðgrunduð aðgerð, þar sem ákvarðanir miðast við hópa en ekki einstaklinga. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega samráðsleysi við konur. „Mér finnst þetta kannski til marks um það, eins og annað í þessu ferli, að það hafi einhvern veginn ekki verið hlustað á raddir kvenna. Maður sér það að það eru að koma upp ótal spurningar. Svörin eru bæði sein og óljós og mér finnst þetta vera enn eitt dæmið til marks um það að konur standa einhvern veginn uppi half ráðalausar í kjölfar þessara breytinga.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09
Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15
Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22