Virðist það hafa verið hefndaraðgerð að fella líka tillögu stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2021 16:03 Viðar Halldórsson fór yfir hlutina með Rikka G í Kaplakrika í dag. Stöð 2 „Þetta eru ákveðin vonbrigði,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH, um þá niðurstöðu að ekki verði breyting á fyrirkomulaginu í efstu deild karla í fótbolta að sinni. Viðar vildi líkt og fleiri forkólfar félaga í efstu deild sjá tillögu stjórnar KSÍ samþykkta, um áframhaldandi 12 liða deild en að viðbættri úrslitakeppni. Sú tillaga náði ekki 2/3 hluta atkvæða, ekki frekar en tillaga Fram um 14 liða efstu deild. „Það sem við viljum flestir er að fá fleiri leiki yfir sumarið, og með þessari tillögu KSÍ hefði gæðum leikjanna heldur ekki hrakað. Tillaga Fram hefði fjölgað leikjum einnig, en þar hefði magnið aukist en ekki gæðin. Í mínum huga var það ekki það sem þurfti,“ segir Viðar í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Viðar Halldórsson eftir ársþing KSÍ Aðspurður hvað kæmi til að tillaga stjórnar KSÍ hefði ekki verið samþykkt, hvort undirbúningurinn hefði ekki verið nægur, svarar Viðar: „Já, ég held að maður verði að segja að undirbúningurinn var ekki nægjanlegur. Svo held ég að vonbrigðin með að 14 liða tillagan skyldi ekki ná í gegn hafi haft áhrif á að hin tillagan næði ekki í gegn, þrátt fyrir að allir á þinginu segðu að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að auka fjölda leikja. Það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella hina tillöguna líka,“ segir Viðar. Nú er ljóst að keppnisfyrirkomulagið verður óbreytt á komandi tímabili og væntanlega einnig árið 2022, þrátt fyrir að langflestir vilji fjölga leikjum. Telur Viðar að taka þurfi málið úr höndum félaganna? „Ég held að það sé alveg ljóst á því hvernig tillaga KSÍ fór að 90 prósent félaga í efstu deild hafi viljað þessa tillögu. Ég myndi skjóta á það. En þá er það hinn hluti þingsins sem af einhverjum orsökum segir nei. Ég held að það sé alveg ljóst að lögin og þær reglugerðir sem við vinnum eftir séu orðnar barn síns tíma og það þurfi virkilega að skoða þær. Ég held að þetta þing sýni það,“ segir Viðar. Pepsi Max-deild karla KSÍ FH Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Viðar vildi líkt og fleiri forkólfar félaga í efstu deild sjá tillögu stjórnar KSÍ samþykkta, um áframhaldandi 12 liða deild en að viðbættri úrslitakeppni. Sú tillaga náði ekki 2/3 hluta atkvæða, ekki frekar en tillaga Fram um 14 liða efstu deild. „Það sem við viljum flestir er að fá fleiri leiki yfir sumarið, og með þessari tillögu KSÍ hefði gæðum leikjanna heldur ekki hrakað. Tillaga Fram hefði fjölgað leikjum einnig, en þar hefði magnið aukist en ekki gæðin. Í mínum huga var það ekki það sem þurfti,“ segir Viðar í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Viðar Halldórsson eftir ársþing KSÍ Aðspurður hvað kæmi til að tillaga stjórnar KSÍ hefði ekki verið samþykkt, hvort undirbúningurinn hefði ekki verið nægur, svarar Viðar: „Já, ég held að maður verði að segja að undirbúningurinn var ekki nægjanlegur. Svo held ég að vonbrigðin með að 14 liða tillagan skyldi ekki ná í gegn hafi haft áhrif á að hin tillagan næði ekki í gegn, þrátt fyrir að allir á þinginu segðu að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að auka fjölda leikja. Það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella hina tillöguna líka,“ segir Viðar. Nú er ljóst að keppnisfyrirkomulagið verður óbreytt á komandi tímabili og væntanlega einnig árið 2022, þrátt fyrir að langflestir vilji fjölga leikjum. Telur Viðar að taka þurfi málið úr höndum félaganna? „Ég held að það sé alveg ljóst á því hvernig tillaga KSÍ fór að 90 prósent félaga í efstu deild hafi viljað þessa tillögu. Ég myndi skjóta á það. En þá er það hinn hluti þingsins sem af einhverjum orsökum segir nei. Ég held að það sé alveg ljóst að lögin og þær reglugerðir sem við vinnum eftir séu orðnar barn síns tíma og það þurfi virkilega að skoða þær. Ég held að þetta þing sýni það,“ segir Viðar.
Pepsi Max-deild karla KSÍ FH Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02
Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31