Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent