Mourinho segir að Gareth Bale sé nú búinn að græða sálfræðileg sár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 12:00 Það er létt yfir Gareth Bale þessa dagana enda farinn að sýna aftur hvað hann getur inn á fótboltavellinum. Getty/Clive Rose Gareth Bale hefur heldur betur minnt á sig í síðustu leikjum með Tottenham liðinu og var enn á ný á skotskónum í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gareth Bale skoraði tvö mörk líkt og Harry Kane og með 4-1 sigri á Crystal Palace og fyrir vikið komst Tottenham upp í sjötta sætið og er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bale byrjaði ekki vel hjá Tottenham í haust og fékk oft lítið að spila en hefur nú skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu sex leikjum með liðinu og er farinn að minna aftur á manninn sem Real Madrid borgaði metupphæð fyrir á sínum tíma. Jose Mourinho says Gareth Bale has recovered from the "psychological scars"...He's scored six goals in his past six games for Spurs, with another three assists!More #thfc #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2021 Þessir leikir hafa farið fram á aðeins sautján dögum en á þessum tíma hefur sálarlíf Bale lagast mikið ef marka má knattspyrnustjórann hans. „Ég fann sálfræðileg sár. Þegar þú ferð í gegnum nokkur meiðslahrjáð tímabil í röð þá snýst þetta ekki um sárin á vöðvunum heldur sárin á sálinni. Það kallar á ótta og óstöðugleika,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. #OJOALDATO - Bale ha marcado 6 goles y ha dado 3 asistencias en sus últimos 6 partidos con el Tottenham (disputados en 17 días). Es la misma cifra de goles y asistencias que consiguió en sus últimos 38 partidos oficiales con el Real Madrid (disputados a lo largo de 16 meses). pic.twitter.com/9tuAUckb28— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 7, 2021 „Það er tímapunktur þar sem allt gengur vel og allir í kringum þig eru að gefa allt sitt. Þá er stundin til að brjótast í gegnum þennan sálfræðimúr. Og hann komst í gegnum hann. Það var hann en ekki við. Við studdum bara við bakið á honum,“ sagði Mourinho. Gareth Bale skoraði líka tvö mörk í sigri á Burnley á dögunum og þá hefur hann skorað í síðustu tveimur leikjum Tottenham í Evrópudeildinni. Bale er alls með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Spurs front three in their last two home games:# 7 Son Heung-min: # 9 Gareth Bale: # Harry Kane: Serious firepower. pic.twitter.com/Bu2F4eICdh— Squawka Football (@Squawka) March 7, 2021 Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Gareth Bale skoraði tvö mörk líkt og Harry Kane og með 4-1 sigri á Crystal Palace og fyrir vikið komst Tottenham upp í sjötta sætið og er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bale byrjaði ekki vel hjá Tottenham í haust og fékk oft lítið að spila en hefur nú skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu sex leikjum með liðinu og er farinn að minna aftur á manninn sem Real Madrid borgaði metupphæð fyrir á sínum tíma. Jose Mourinho says Gareth Bale has recovered from the "psychological scars"...He's scored six goals in his past six games for Spurs, with another three assists!More #thfc #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2021 Þessir leikir hafa farið fram á aðeins sautján dögum en á þessum tíma hefur sálarlíf Bale lagast mikið ef marka má knattspyrnustjórann hans. „Ég fann sálfræðileg sár. Þegar þú ferð í gegnum nokkur meiðslahrjáð tímabil í röð þá snýst þetta ekki um sárin á vöðvunum heldur sárin á sálinni. Það kallar á ótta og óstöðugleika,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. #OJOALDATO - Bale ha marcado 6 goles y ha dado 3 asistencias en sus últimos 6 partidos con el Tottenham (disputados en 17 días). Es la misma cifra de goles y asistencias que consiguió en sus últimos 38 partidos oficiales con el Real Madrid (disputados a lo largo de 16 meses). pic.twitter.com/9tuAUckb28— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 7, 2021 „Það er tímapunktur þar sem allt gengur vel og allir í kringum þig eru að gefa allt sitt. Þá er stundin til að brjótast í gegnum þennan sálfræðimúr. Og hann komst í gegnum hann. Það var hann en ekki við. Við studdum bara við bakið á honum,“ sagði Mourinho. Gareth Bale skoraði líka tvö mörk í sigri á Burnley á dögunum og þá hefur hann skorað í síðustu tveimur leikjum Tottenham í Evrópudeildinni. Bale er alls með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Spurs front three in their last two home games:# 7 Son Heung-min: # 9 Gareth Bale: # Harry Kane: Serious firepower. pic.twitter.com/Bu2F4eICdh— Squawka Football (@Squawka) March 7, 2021
Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira