„Þetta er ekki lægð, þetta er hrun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 13:30 Liverpool er í miklum mótbyr þessa dagana. getty/Phil Noble Gary Neville segir að lið Liverpool sé hörmulegt að öllu leyti um þessar mundir og það hafi tapað öllu sem gerði það svo gott. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin. Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin.
Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30
Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56